Enski boltinn

Fyrrum eigandi Crystal Palace veltir fyrir sér hvort að Klopp sé orðinn of hrokafullur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp fagnar sigrinum gegn Leicester.
Klopp fagnar sigrinum gegn Leicester. vísir/getty

Simon Jordan, fyrrum eigandi Crystal Palace, segir að hann hafi séð breytingu á því hvernig Jurgen Klopp hegðar sér eftir að Liverpool vann Meistaradeildina í júnímánuði.

Klopp var ekki sáttur með tæklingu Hamza Choudhury á Mo Salah undir lok leiks Liverpool og Leicester um helgina. Honum fannst tæklingin ekki sniðug.

Fyrrum knattspyrnueigandinn spyr sig hvort að sá þýski sé orðinn of hrokafullur.

„Er hann að smitast af hroka sjúkdómnum?“ sagði Jordan er hann ræddi við talkSPORT. „Ég hef séð breytingu á Jurgen Klopp hvernig hann talar.“

„Mér fannst í viðtalinu eftir leikinn hann vera dónalegur og pirraður þegar hann ræddi um hvað gerðist við Mo Salah,“ en Jordan benti þá á annað atriði.

„Ég veit að blaðamenn geta spurt fáránlegra spurninga en ég sá hann ekki kvarta yfir því sem Trent Alexander-Arnold hafði gert við leikmann Leicester er hann dró takkanna niður hásinina á honum.“

Hrokafullur eða ekki hrokafullur Klopp er í það minnsta með átta sigra í röð í ensku úrvalsdeildinni og er Liverpool með átta stiga forskot á Manchester City.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.