Íslenski boltinn

Segja Heimi á leið í Val: Skrifar undir þriggja ára samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. vísir/daníel
Heimir Guðjónsson er á leið til Íslands og mun taka við liði Vals. Þetta segir færeyski miðillinn in.fo frá á vef sínum í gærkvöldi.

Heimir sagði í viðtali við annan færeyska miðil, FM1, í gær að hann muni taka ákvörðun um framtíð sína í vikunni en IN segir að hann sé búinn að taka þá ákvörðun.

Þeir segja að hann hafi skrifað undir þriggja ára samning við Val og búið sé að skrifa undir samninginn. Þar tekur hann við Valsliðinu af Ólafi Jóhannessyni.

Heimir hefur þjálfað í Færeyjum síðustu tvö ár. Hann varð færeyskur meistari á fyrsta ári sínu í Færeyjum með metfjölda stiga og í ár stýrði hann svo til liðinu til bikarmeistaratitils.

Valur endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar eftir að hafa orðið Íslandsmeistari síðustu tvö ár.

Heimir var aðalþjálfari FH í níu ár. Hann tók við liðinu af Ólafi Jóhannessyni árið 2008 og hætti með liðið eftir tímabilið 2017.

FH varð Íslandsmeistari fimm sinnum undir hans stjórn og bikarinn í tvígang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×