Íslenski boltinn

Helena Ólafsdóttir heiðruð af Leikmannasamtökunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena Ólafsdóttir hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna síðan 2016.
Helena Ólafsdóttir hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna síðan 2016. vísir/anton

Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna á Stöð 2 Sport, var heiðruð af Leikmannasamtökum Íslands á lokahófi Pepsi Max-deildanna fyrir framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu.

Lokahófið fór fram í Gamla bíói í gær en þar var tímabilið í Pepsi Max-deildum karla og kvenna gert upp. Leikmannasamtök Íslands stóðu fyrir lokahófinu í samstarfi við KSÍ og Ölgerðina.

Helena hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna undanfarin fjögur ár. Þátturinn hóf göngu sína 2016.

Hún hefur einnig lýst leikjum í Pepsi Max-deild kvenna og Inkasso-deild kvenna.

Í byrjun þessa mánaðar var Helena svo með veglega umfjöllun fyrir og eftir leiki íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2021.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.