Íslenski boltinn

Helena Ólafsdóttir heiðruð af Leikmannasamtökunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena Ólafsdóttir hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna síðan 2016.
Helena Ólafsdóttir hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna síðan 2016. vísir/anton
Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna á Stöð 2 Sport, var heiðruð af Leikmannasamtökum Íslands á lokahófi Pepsi Max-deildanna fyrir framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu.Lokahófið fór fram í Gamla bíói í gær en þar var tímabilið í Pepsi Max-deildum karla og kvenna gert upp. Leikmannasamtök Íslands stóðu fyrir lokahófinu í samstarfi við KSÍ og Ölgerðina.Helena hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna undanfarin fjögur ár. Þátturinn hóf göngu sína 2016.Hún hefur einnig lýst leikjum í Pepsi Max-deild kvenna og Inkasso-deild kvenna.Í byrjun þessa mánaðar var Helena svo með veglega umfjöllun fyrir og eftir leiki íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2021.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.