Innlent

Ratsjármynd sýnir umfang vatnavaxta í Norðurá

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mynd/Háskóli Íslands
Ratsjármynd sem tekin var í gær af SENTINEL-1 gervitungli Copernicus EU sýnir umfang vatnavaxta í Norðurá og í nágrenni hennar í gær.

Myndin er birt af Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands og var hún tekin klukkan 7.58 í gærmorgun.

„Á þeim tíma höfðu vatnavextir ekki náð hámarki á þessu svæði, en samanburður við eldri myndir gaf samt talsverð flóð til kynna,“ segir í texta sem fylgir myndinni.

Miklir vatnavextir hafa veriðundanfarna daga á Vesturlandiog á fimmtudaginn urðu ferðamenn innlyksa á vegi við Langavatnvegna mikilla vatnavaxtaen vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu.

„Ratsjártungl eru óháð skýjahulu, sem kom sér óneitanlega vel að þessu sinni þar sem ský hafa hulið megnið af landinu undanfarna daga og því hafa aðrar myndgerðir komið að litlu gagni. Það skal tekið fram að kortið sýnir aðeins helstu flóðasvæðin,“ segir í texta sem fylgir myndinni.

Enn er varað við vatnavöxtum og auknum líkum á skriðuföllum á Vesturhelmingi landsins. Eru vegfarendur hvattir til þessað fylgjast með vef Vegagerðarinnar áður en haldið er af stað.


Tengdar fréttir

Árnar á vesturlandi í flóði

Það er annað hvort í ökkla eða eyra í laxveiðinni þetta árið en eftir eitt þurrasta sumar í manna minnum tekur við úrhelli á þessu hausti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×