Veiði

Árnar á vesturlandi í flóði

Karl Lúðvíksson skrifar
Horft niður í Efri Hvítstaðahyl í Langá í gær
Horft niður í Efri Hvítstaðahyl í Langá í gær Mynd: Guðlaugur P. Frímannsson

Það er annað hvort í ökkla eða eyra í laxveiðinni þetta árið en eftir eitt þurrasta sumar í manna minnum tekur við úrhelli á þessu hausti.

Eftir að það fór að rigna og árnar á vesturlandi lyftu sér upp í gott vatn tók veiðin góðan kipp og lagaði annars mjög slakar tölur í ánum. Þessi tími með góðu vatni er liðinn og ljóst að haustveiðin á þessu tímabili er líklega búin nema árnar sjatni allverulega. Meðfylgjandi myndir eru úr nokkrum af þeim ám sem urðu hvað verst úti í þurrkunum í sumar og það er ótrúlegt að sjá vatnsmagnið í þeim núna í samanburði við hvernig útlitið var þegar það var verst. Þeir sem voru við bakkana í þessum ám hefðu líklega þegið brot af þessu vatni í sumar. Haustveiði er ennþá í gangi í Laxá í Dölum og í Langá en það er nokkuð ljóst að það verður varla mikið um veiði í þessu vatni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.