Innlent

Skriða lokar veginum yst á Skarðs­strönd

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
X-ið á þessu korti Vegagerðarinnar, nánast efst fyrir miðju, táknar hvar skriða lokar veginum um Skarðsströnd.
X-ið á þessu korti Vegagerðarinnar, nánast efst fyrir miðju, táknar hvar skriða lokar veginum um Skarðsströnd.

Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á korti Vegagerðarinnar sem sýnir færð á vegum má sjá að vatn flæðir víða yfir vegi í þessum landshlutum og beinir Vegagerðin því til vegfarenda að fara að öllu með gát. Þá lokar skriða veginum yst á Skarðsströnd á Vesturlandi.

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðvestur- og Vesturlandi vegna mikilla rigning og gul viðvörun í gildi fyrir Vestfirði.

Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag til að aðstoða ferðamenn sem höfðu orðið innlyksa í bíl á vegi við Langavatn. Var vegurinn næstum alveg farinn í sundur vegna mikilla vatnavaxta.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.