Innlent

Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir.
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. Aðsend mynd

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir.

Gul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum en appelsínugul úrkomuviðvörun er í gildi í Faxaflóa og Breiðafirði. Vatnavextir eru gríðarlegir og auknar líkur á skriðuföllum á vesturhelmingi landsins.

Þyrlan á vettvangi í dag. Landhelgisgæslan

Andrés Ólafsson, aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar á Vesturlandi, er á staðnum. Hann telur fólkið ekki í lífshættu.

„Nei ég myndi ekki telja það, ekki að svo stöddu að minnsta kosti.“

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni vestur en óvíst er hvort hún geti lent á svæðinu vegna erfiðra aðstæðna og veðurskilyrða, að sögn Andrésar.

Eins og sjá má er vegurinn í sundur þar sem fólkið varð innlyksa.

Uppfært klukkan 15:30


Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti hjá fólkinu klukkan 15:05 en það var þá statt á brúnni yfir Beilá í Langavatnsdal.

Fólkið var flutt um borð í þyrluna sem lagði af stað áleiðis til Reykjavíkur klukkan 15:17. 

Reiknað er með því að þyrlan lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 15:45.

Ekkert amaði að fólkinu að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa hjá Landhelgisgæslunni.

Vísir tekur fagnandi við ábendingum, myndum eða myndböndum varðandi vatnavextina á Vesturlandi á ritstjorn(hja)visir.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.