Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 11:39 Þingmennirnir ræddu málin. Vísir/Vilhelm Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1980. Greint var frá því í síðustu viku að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Að mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu.Þessi afstaða setts ríkislögmanns í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni Guðjóns, sem sagði að sig hefði svimað er hann las yfir greinargerðsetts ríkislögmanns þar sem fyrrgreind afstaða ríkisins var sett fram.Furðar sig á afstöðunni Málið var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem Guðmundur Andri, Bryndís Haraldsdóttir, þingkona sjálfstæðisflokksins og Halldóra Mogensen, þingkona Pírata lýstu sinni afstöðu til málsins.Guðmundur Andri furðar sig á afstöðu setts ríkislögmanns í málinu.„Það er búið að hnekkja dómunum frá 1980 í þessum málum. Þess vegna er það furðulegt að sjá ríkislögmann, settan af forsætisráðherra, sjá hann byggja á þessu dómi og láta eins og ekkert hafi gerst í málinu árið 1980 þegar hann tekur til varnar fyrir ríkið gagnvart fjárkröfum í þessu einkamáli,“ sagði Guðmundur Andri.Hann segist geta skilið að ríkið þurfi að taka sér ákveðna stöðu í málinu til þess að gæta hagsmuna ríkissjóðs en áttar sig ekki á hverju ríkislögmaður byggi þessa stöðu.„Þarna er hann ekki að taka sér stöðu í málinu eins og það liggur fyrir, heldur er hann einhvers staðar allt annar staðar í málinu. Ég er ekki löglærður maður en ég skil bara með engu móti hvernig þetta er hægt,“ sagði Guðmundur Andri.Réttindi borgaranna hljóti að vera hagur ríkisins Bryndís sagðist hafa skilning á því að væri að gæta skattfé almennings en sagði sorglegt að málið væri komið í þann farveg sem það virðist vera komið í. „Með einhverjum hætti þarf að greiða þeim einhverjar bætur. Ég held að peningar geti aldrei snúið þessu með einhverjum hætti við. Peningar eru bara peningar og þetta fólk hefur sætt þessum órétti. Stóra málið fyrir þau hljóti að vera viðurkenning á því. Svo auðvitað væri æskilegt og ég held að við höfum all staðið í þeirri von að það væri hægt að ná einhverju samkomulagi um einhverjar bætur í kjölfarið. Það er bara sorglegt að sjá þetta komið í þennan farveg aftur. Ég held að enginn hafi viljað sjá það þannig,“ sagði Bryndís. Halldóra sagði afstöðu setts ríkislögmanns hins vegar vera með ólíkindum. „Ríkið á að standa vörð um réttindi borgaranna fram fyrir eigin buddu, fram yfir eigin hag. Réttindi borgaranna hljóta að vera hagur ríkisins. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra sem var þá spurð hvort ríkið ætti þá hreinlega að ganga að öllum skaðabótakröfum í málinu? „Mér finnst allavega með ólíkindum að ríkislögmaður láti út úr sér að hafna öllum kröfum um skaðabætur. Það er rosalega furðuleg afstaða. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Sprengisandur Tengdar fréttir Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1980. Greint var frá því í síðustu viku að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Að mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu.Þessi afstaða setts ríkislögmanns í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni Guðjóns, sem sagði að sig hefði svimað er hann las yfir greinargerðsetts ríkislögmanns þar sem fyrrgreind afstaða ríkisins var sett fram.Furðar sig á afstöðunni Málið var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem Guðmundur Andri, Bryndís Haraldsdóttir, þingkona sjálfstæðisflokksins og Halldóra Mogensen, þingkona Pírata lýstu sinni afstöðu til málsins.Guðmundur Andri furðar sig á afstöðu setts ríkislögmanns í málinu.„Það er búið að hnekkja dómunum frá 1980 í þessum málum. Þess vegna er það furðulegt að sjá ríkislögmann, settan af forsætisráðherra, sjá hann byggja á þessu dómi og láta eins og ekkert hafi gerst í málinu árið 1980 þegar hann tekur til varnar fyrir ríkið gagnvart fjárkröfum í þessu einkamáli,“ sagði Guðmundur Andri.Hann segist geta skilið að ríkið þurfi að taka sér ákveðna stöðu í málinu til þess að gæta hagsmuna ríkissjóðs en áttar sig ekki á hverju ríkislögmaður byggi þessa stöðu.„Þarna er hann ekki að taka sér stöðu í málinu eins og það liggur fyrir, heldur er hann einhvers staðar allt annar staðar í málinu. Ég er ekki löglærður maður en ég skil bara með engu móti hvernig þetta er hægt,“ sagði Guðmundur Andri.Réttindi borgaranna hljóti að vera hagur ríkisins Bryndís sagðist hafa skilning á því að væri að gæta skattfé almennings en sagði sorglegt að málið væri komið í þann farveg sem það virðist vera komið í. „Með einhverjum hætti þarf að greiða þeim einhverjar bætur. Ég held að peningar geti aldrei snúið þessu með einhverjum hætti við. Peningar eru bara peningar og þetta fólk hefur sætt þessum órétti. Stóra málið fyrir þau hljóti að vera viðurkenning á því. Svo auðvitað væri æskilegt og ég held að við höfum all staðið í þeirri von að það væri hægt að ná einhverju samkomulagi um einhverjar bætur í kjölfarið. Það er bara sorglegt að sjá þetta komið í þennan farveg aftur. Ég held að enginn hafi viljað sjá það þannig,“ sagði Bryndís. Halldóra sagði afstöðu setts ríkislögmanns hins vegar vera með ólíkindum. „Ríkið á að standa vörð um réttindi borgaranna fram fyrir eigin buddu, fram yfir eigin hag. Réttindi borgaranna hljóta að vera hagur ríkisins. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra sem var þá spurð hvort ríkið ætti þá hreinlega að ganga að öllum skaðabótakröfum í málinu? „Mér finnst allavega með ólíkindum að ríkislögmaður láti út úr sér að hafna öllum kröfum um skaðabætur. Það er rosalega furðuleg afstaða. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Sprengisandur Tengdar fréttir Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10
Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15