Enski boltinn

„Ljótur sigur Liverpool og þeir komust upp með það“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mo Salah brosir í gær.
Mo Salah brosir í gær. vísir/getty
Greame Souness, sparkspekingur Sky Sports, sagði að Liverpool hafði lifið á lyginni í gær og sigur liðsins hafi verið ljótur er þeir unnu 2-1 sigur á Chelsea á útivelli.

Liverpool komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino en í síðari hálfleik minnkaði N'Golo Kante muninn. Nær komust þeir ekki.

„Þeir unnu ljótan sigur í dag og komust upp með það. Þeir voru mismunandi lið í hálfleikjunum tveimur,“ sagði Greame Souness en hann var einn af spekingum Sky Sports í kringum leikinn.

„Í fyrri hálfleik voru þeir stórkostlegir og mjög ógnandi en síðustu 30 mínúturnar í síðari hálfleik héngu þeir á þessu. Miðjumennirnir gátu ekki haldið boltanum og þeir voru undir presu.“„Í markinu sem þeir fengu á sig leit það út eins og Fabinho hafi verið að draga hjólhýsi á eftir sér. Eina afsökunin sem hann er með er að hann spilaði erfiðan leik í miðri viku.“

„Chelsea mun með réttu hugsa um að þeir hafi átt að fá eitthvað út úr leiknum,“ sagði Souness að lokum.

Liverpool er því áfram með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.