Enski boltinn

„Ljótur sigur Liverpool og þeir komust upp með það“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mo Salah brosir í gær.
Mo Salah brosir í gær. vísir/getty

Greame Souness, sparkspekingur Sky Sports, sagði að Liverpool hafði lifið á lyginni í gær og sigur liðsins hafi verið ljótur er þeir unnu 2-1 sigur á Chelsea á útivelli.

Liverpool komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino en í síðari hálfleik minnkaði N'Golo Kante muninn. Nær komust þeir ekki.

„Þeir unnu ljótan sigur í dag og komust upp með það. Þeir voru mismunandi lið í hálfleikjunum tveimur,“ sagði Greame Souness en hann var einn af spekingum Sky Sports í kringum leikinn.

„Í fyrri hálfleik voru þeir stórkostlegir og mjög ógnandi en síðustu 30 mínúturnar í síðari hálfleik héngu þeir á þessu. Miðjumennirnir gátu ekki haldið boltanum og þeir voru undir presu.“

„Í markinu sem þeir fengu á sig leit það út eins og Fabinho hafi verið að draga hjólhýsi á eftir sér. Eina afsökunin sem hann er með er að hann spilaði erfiðan leik í miðri viku.“

„Chelsea mun með réttu hugsa um að þeir hafi átt að fá eitthvað út úr leiknum,“ sagði Souness að lokum.

Liverpool er því áfram með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.