Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Með lífsins ólíkindum að hann hafi ekki verið sendur í bað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Eðvald Hlynsson liggur í valnum eftir tæklinguna.
Ágúst Eðvald Hlynsson liggur í valnum eftir tæklinguna. vísir/skjáskot
Iosu Villar Vidal, leikmaður KA, fékk að líta gula spjaldið í Víkinni í gær er KA vann 3-2 sigur á Víkingi í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.Tæklingin kom sex mínútum fyrir leikslok en tæklingin var ansi groddaleg. Hún var til umfjöllunar í gær en hann klippti Ágúst Eðvald Hlynsson niður.„Það er með lífsins ólíkindum að þessi leikmaður hafi ekki verið sendur í bað. Boltinn er löngu farinn og þetta er eins ljótt og ömurlegt og það verður,“ sagði Atli Viðar Björnsson og hélt áfram:„Ég er eiginlega orðlaus að hann hafi ekki rekið hann útaf.“Máni Pétursson segir þó að dómgæslan í deildinni hafi verið upp og niður í sumar og segir að það hangi saman við gæði leikmanna og þjálfara.„Dómgæslan í deildinni verður aldrei betri eða verri en gæðin sem við bjóðum upp á. Það hefur verið þannig í sumar. Menn hafa verið misjafnir í dómgæslunni eins og leikmennirnir og þjálfararnir.“

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Groddaraleg tækling KA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.