Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Með lífsins ólíkindum að hann hafi ekki verið sendur í bað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Eðvald Hlynsson liggur í valnum eftir tæklinguna.
Ágúst Eðvald Hlynsson liggur í valnum eftir tæklinguna. vísir/skjáskot

Iosu Villar Vidal, leikmaður KA, fékk að líta gula spjaldið í Víkinni í gær er KA vann 3-2 sigur á Víkingi í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Tæklingin kom sex mínútum fyrir leikslok en tæklingin var ansi groddaleg. Hún var til umfjöllunar í gær en hann klippti Ágúst Eðvald Hlynsson niður.

„Það er með lífsins ólíkindum að þessi leikmaður hafi ekki verið sendur í bað. Boltinn er löngu farinn og þetta er eins ljótt og ömurlegt og það verður,“ sagði Atli Viðar Björnsson og hélt áfram:

„Ég er eiginlega orðlaus að hann hafi ekki rekið hann útaf.“

Máni Pétursson segir þó að dómgæslan í deildinni hafi verið upp og niður í sumar og segir að það hangi saman við gæði leikmanna og þjálfara.

„Dómgæslan í deildinni verður aldrei betri eða verri en gæðin sem við bjóðum upp á. Það hefur verið þannig í sumar. Menn hafa verið misjafnir í dómgæslunni eins og leikmennirnir og þjálfararnir.“


Klippa: Pepsi Max-mörkin: Groddaraleg tækling KA


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.