Bandarískir þingmenn þrýsta á um fríverslun við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2019 11:30 Repúblikaninn John Neely Kennedy er öldungadeildarþingmaður Louisana-ríkis. Hann vill að stjórnvöld í Washington geri fríverslunarsamning við Íslendinga. Getty/Bloomberg Öldungadeildarþingmaðurinn John Kennedy er sagður hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að gera fríverslunarsamning við Ísland á fundi með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í síðustu viku. Fleiri þingmenn eiga auk þess að hafa tekið undir hvatningu Kennedy.Axios hefur eftir fjölda öldungadeildarþingmanna repúblikana, sem sátu fundinn á þriðjudag, að Pence hafi sagst „móttækilegur“ fyrir slíkum samningi. Framhaldið sé í höndum starfshóps á vegum stjórnvalda. Pence og föruneyti hans funduðu einmitt um viðskiptasamband Bandaríkjanna og Íslands í Höfða í septemberbyrjun. Fréttamaður Axios bendir á að mesti ábatinn af slíkum samingi væri ekki fjárhagslegs eðlis, enda sé Ísland lítið markaðssvæði. Viðskiptasamningur gæti hins vegar styrkt samband ríkjanna tveggja, nú þegar Kínverjar og Rússar gera sig gildandi á Norðurslóðum. Það sé ekki síst mikilvægt í ljósi yfirlýsinga Kínverja um ágæti innviðauppbyggingarverkefnisins Belti og braut fyrir Íslendinga, sem utanríkisráðherra hefur sagt að sé enn til skoðunar innan stjórnkerfisins. Þar að auki hafi Íslendingar verið með fríverslunarsamning við Kínverja frá árinu 2014.Sjá einnig: Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Gott samband við Íslendinga sé því mikilvægt út frá varnarlegu sjónarmiði - „að geta gert viðskiptasamning og styrkt sambandið við okkur en ekki Kína eða Rússland,“ eins og einn bandarískur embættismaður orðar það við Axios. Fréttamaður miðilsins segist hafa sett sig í samband við fundarmenn, sem eiga sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir repúblikanaflokkinn. Þeir staðfesti að fyrrnefndur Kennedy frá Louisiana-ríki hafi vakið máls á fríverslunarsamningi við Íslendinga og „hvatt stjórnvöld eindregið“ til að láta af honum verða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski frá Alaska á að hafa tekið í sama streng og sagt að hún myndi styðja slíkar fyrirætlanir. Aðspurðir um afstöðu þeirra segja aðrir fundarmenn að umræður um fríverslunarsamninginn hafi komið flatt upp á sig en að þeir séu, eins og varaforsetinn, móttækilegir fyrir slíkum umleitunum. Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn John Kennedy er sagður hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að gera fríverslunarsamning við Ísland á fundi með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í síðustu viku. Fleiri þingmenn eiga auk þess að hafa tekið undir hvatningu Kennedy.Axios hefur eftir fjölda öldungadeildarþingmanna repúblikana, sem sátu fundinn á þriðjudag, að Pence hafi sagst „móttækilegur“ fyrir slíkum samningi. Framhaldið sé í höndum starfshóps á vegum stjórnvalda. Pence og föruneyti hans funduðu einmitt um viðskiptasamband Bandaríkjanna og Íslands í Höfða í septemberbyrjun. Fréttamaður Axios bendir á að mesti ábatinn af slíkum samingi væri ekki fjárhagslegs eðlis, enda sé Ísland lítið markaðssvæði. Viðskiptasamningur gæti hins vegar styrkt samband ríkjanna tveggja, nú þegar Kínverjar og Rússar gera sig gildandi á Norðurslóðum. Það sé ekki síst mikilvægt í ljósi yfirlýsinga Kínverja um ágæti innviðauppbyggingarverkefnisins Belti og braut fyrir Íslendinga, sem utanríkisráðherra hefur sagt að sé enn til skoðunar innan stjórnkerfisins. Þar að auki hafi Íslendingar verið með fríverslunarsamning við Kínverja frá árinu 2014.Sjá einnig: Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Gott samband við Íslendinga sé því mikilvægt út frá varnarlegu sjónarmiði - „að geta gert viðskiptasamning og styrkt sambandið við okkur en ekki Kína eða Rússland,“ eins og einn bandarískur embættismaður orðar það við Axios. Fréttamaður miðilsins segist hafa sett sig í samband við fundarmenn, sem eiga sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir repúblikanaflokkinn. Þeir staðfesti að fyrrnefndur Kennedy frá Louisiana-ríki hafi vakið máls á fríverslunarsamningi við Íslendinga og „hvatt stjórnvöld eindregið“ til að láta af honum verða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski frá Alaska á að hafa tekið í sama streng og sagt að hún myndi styðja slíkar fyrirætlanir. Aðspurðir um afstöðu þeirra segja aðrir fundarmenn að umræður um fríverslunarsamninginn hafi komið flatt upp á sig en að þeir séu, eins og varaforsetinn, móttækilegir fyrir slíkum umleitunum.
Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00