Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2019 14:45 Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. Vísir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands sé enn ein vísbendingin um að stórveldakapphlaupið sé farið af stað á ný. Smáríki á borð við Ísland séu ekkert nema peð á því taflborði. Heimsveldi á borð við Rússland, Bandaríkin og Kína muni ekki veigra sér við að skáka Íslandi fram og til baka sér í hag. „Þetta var bara mjög áhugaverð heimsókn fyrir svo margra hluta sakir en það er ekki ljóst hvaða þýðingu hún hefur á þessari stundu. Og ég er ekkert viss um að neinn á Íslandi viti nákvæmlega hvað þetta merkir,“ segir Eiríkur sem var fenginn til að greina stöðuna. Hann segir að heimsóknin sé einnig afleiðing þess að Trump-stjórnin hefði dregið saman seglin í alþjóðastofnunum. Bandaríkin vilji nú fremur hafa áhrif með beinum hætti á einstaka lönd í staðinn fyrir að binda samstarfið stofnunum líkt og verið hefur undanfarinn rúman áratug. „Þetta er stórveldakapphlaup, það er komið af stað aftur og þá erum við bara lítið peð á því taflborði og menn munu reyna að skáka okkur fram og til baka sér í hag. Enn það eru engir tilteknir leikir sem maður sér í augnablikinu samt.“En erum við einhvers vísari eftir heimsóknina?„Við lærðum náttúrulega það að Bandaríkjamenn vita ekkert um Ísland. Þeir vita til dæmis ekkert um tengsl okkar við Kína eins og kom bersýnilega í ljós. Þetta er bara dæmi um það að Bandaríkin og önnur þessara stórvelda þau eru ekkert endilega að leggja sig fram við að skilja fínni blæbrigði hjá smærri þjóðum,“ segir Eiríkur og vísar til ummæla Pence um að Ísland hefði afþakkað samstarf við Kína um innviða- og fjárfestingaverkefnið Belti og braut sem er sannarlega ekki raunin. Spurður hversu langt Bandaríkjamenn geti teygt sig án þess að fara út fyrir ramma varnarsamningsins segir Eiríkur að það sé ekki gott að segja. „Það er mjög erfitt að átta sig á því í dag hvað þessi varnarsamningur merkir núorðið. Það fer auðvitað eftir þeim skuldbindingum sem viðsemjendur telja sig bundna af og það er alltaf háð einhverjum túlkunum,“ útskýrir Eiríkur. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands sé enn ein vísbendingin um að stórveldakapphlaupið sé farið af stað á ný. Smáríki á borð við Ísland séu ekkert nema peð á því taflborði. Heimsveldi á borð við Rússland, Bandaríkin og Kína muni ekki veigra sér við að skáka Íslandi fram og til baka sér í hag. „Þetta var bara mjög áhugaverð heimsókn fyrir svo margra hluta sakir en það er ekki ljóst hvaða þýðingu hún hefur á þessari stundu. Og ég er ekkert viss um að neinn á Íslandi viti nákvæmlega hvað þetta merkir,“ segir Eiríkur sem var fenginn til að greina stöðuna. Hann segir að heimsóknin sé einnig afleiðing þess að Trump-stjórnin hefði dregið saman seglin í alþjóðastofnunum. Bandaríkin vilji nú fremur hafa áhrif með beinum hætti á einstaka lönd í staðinn fyrir að binda samstarfið stofnunum líkt og verið hefur undanfarinn rúman áratug. „Þetta er stórveldakapphlaup, það er komið af stað aftur og þá erum við bara lítið peð á því taflborði og menn munu reyna að skáka okkur fram og til baka sér í hag. Enn það eru engir tilteknir leikir sem maður sér í augnablikinu samt.“En erum við einhvers vísari eftir heimsóknina?„Við lærðum náttúrulega það að Bandaríkjamenn vita ekkert um Ísland. Þeir vita til dæmis ekkert um tengsl okkar við Kína eins og kom bersýnilega í ljós. Þetta er bara dæmi um það að Bandaríkin og önnur þessara stórvelda þau eru ekkert endilega að leggja sig fram við að skilja fínni blæbrigði hjá smærri þjóðum,“ segir Eiríkur og vísar til ummæla Pence um að Ísland hefði afþakkað samstarf við Kína um innviða- og fjárfestingaverkefnið Belti og braut sem er sannarlega ekki raunin. Spurður hversu langt Bandaríkjamenn geti teygt sig án þess að fara út fyrir ramma varnarsamningsins segir Eiríkur að það sé ekki gott að segja. „Það er mjög erfitt að átta sig á því í dag hvað þessi varnarsamningur merkir núorðið. Það fer auðvitað eftir þeim skuldbindingum sem viðsemjendur telja sig bundna af og það er alltaf háð einhverjum túlkunum,“ útskýrir Eiríkur.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07
Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58