Fótbolti

Ron­aldo var heima að lesa á meðan verð­launa­há­tíð FIFA fór fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cristiano Ronaldo er ekki besti leikmaður ársins að mati landsliðsfyrirliða, þjálfara og blaðamanna.
Cristiano Ronaldo er ekki besti leikmaður ársins að mati landsliðsfyrirliða, þjálfara og blaðamanna. vísir/getty
Það var enginn Cristiano Ronaldo sjáanlegur á verðlaunahátíð FIFA sem fór fram í Mílan í gær en ýmis verðlaun voru þar veitt.

Ronaldo var einn þeirra sem var tilnefndur sem leikmaður ársins hjá FIFA en auk Ronaldo voru Lionel Messi og Virgil Van Dijk tilnefndir.

Portúgalinn var ekki mættur til Mílan í gær og hann birti svo mynd af sér í stofunni heima að lesa bók. Lionel Messi var svo valinn besti leikmaður FIFA á árinu.





Ronaldo hefur verið að glíma við meiðsli og verður ekki með Juventus í kvöld sem mætir Brescia en spurning er hvort að það hafi haldið aftur að honum að ferðast frá Tórínó til Mílan fyrir hátíðina.

Það er ljóst að Maurizio Sarri, stjóri Juventus, hefur ekki bannað sínum mönnum að mæta því Matthijs De Ligt, samherji Ronaldo hjá Juventus, var mættur á hátíðina

Þeir voru báðir í úrvalsliði FIFA á síðustu leiktíð og Hollendingurinn tók við sínum verðlaunum en Portúgalinn var ekki sjáanlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×