Sögð ætla að tilkynna síðar í kvöld að formlegt ákæruferli á hendur Trump fyrir embættisbrot verði hafið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 18:44 Pelosi hefur hingað til verið andvíg ákæru. AP/J. Scott Applewhite Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna og leiðtogi Demókrata í deildinni, mun tilkynna síðar í kvöld að til standi að hefja formlega rannsókn á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Þetta kemur fram á vef Washington Post en demókratar á þingi hafa að undanförnu þrýst mjög á Pelosi og háttsetta demókrata að hefja rannsókn á Trump vegna mögulegra embættisbrota í starfi. Pelosi hefur hingað til verið andvíg kæru en hefur sagt að Úkraínumálið sé vendipunktur í rannsóknum á Trump.Breaking: House Speaker Pelosi to announce formal impeachment inquiry of Trump after resisting for months https://t.co/8HjXyr1pi5 — The Washington Post (@washingtonpost) September 24, 2019 Málið kom upp eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna hefði lagt fram kvörtun sem tengdist samskiptum háttsetts embættismanns við erlent ríki. Þar hefði verið gefið óviðeigandi loforð. Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Þrýstingur á að kæra Trump fyrir embættisbrot eykst Ásakanir um að Trump forseti hafi nýtt embætti sitt til að þrýsta á Úkraínustjórn um aðstoð gegn pólitískum andstæðingi hans hafa sett aukinn þrýsting á forystu Demókrataflokksins um að kæra Trump fyrir embættisbrot. 23. september 2019 13:05 Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Trump þrýsti á forseta Úkraínu að rannsaka son Joe Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. 21. september 2019 10:20 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna og leiðtogi Demókrata í deildinni, mun tilkynna síðar í kvöld að til standi að hefja formlega rannsókn á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Þetta kemur fram á vef Washington Post en demókratar á þingi hafa að undanförnu þrýst mjög á Pelosi og háttsetta demókrata að hefja rannsókn á Trump vegna mögulegra embættisbrota í starfi. Pelosi hefur hingað til verið andvíg kæru en hefur sagt að Úkraínumálið sé vendipunktur í rannsóknum á Trump.Breaking: House Speaker Pelosi to announce formal impeachment inquiry of Trump after resisting for months https://t.co/8HjXyr1pi5 — The Washington Post (@washingtonpost) September 24, 2019 Málið kom upp eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna hefði lagt fram kvörtun sem tengdist samskiptum háttsetts embættismanns við erlent ríki. Þar hefði verið gefið óviðeigandi loforð. Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Þrýstingur á að kæra Trump fyrir embættisbrot eykst Ásakanir um að Trump forseti hafi nýtt embætti sitt til að þrýsta á Úkraínustjórn um aðstoð gegn pólitískum andstæðingi hans hafa sett aukinn þrýsting á forystu Demókrataflokksins um að kæra Trump fyrir embættisbrot. 23. september 2019 13:05 Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Trump þrýsti á forseta Úkraínu að rannsaka son Joe Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. 21. september 2019 10:20 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Þrýstingur á að kæra Trump fyrir embættisbrot eykst Ásakanir um að Trump forseti hafi nýtt embætti sitt til að þrýsta á Úkraínustjórn um aðstoð gegn pólitískum andstæðingi hans hafa sett aukinn þrýsting á forystu Demókrataflokksins um að kæra Trump fyrir embættisbrot. 23. september 2019 13:05
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35
Trump þrýsti á forseta Úkraínu að rannsaka son Joe Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. 21. september 2019 10:20