Trump þrýsti á forseta Úkraínu að rannsaka son Joe Biden Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 10:20 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, (t.v.) og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, (t.h.) munu funda í næstu viku. getty/Sergei Chuzavkov/Olivier Douliery Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta segja vitni að símtalinu í júlí þegar málið kom upp en talið er að rannsóknin sé liður í framboðsundirbúningi forsetans fyrir forsetakosningar árið 2020. Trump á þá að hafa ítrekað beðið Zelensky að ræða við lögmann sinn, Rudolph W. Giuliani, en hann hafði þá hvatt yfirvöld í Kænugarði að hefja rannsókn á Biden og fjölskyldu hans. Þá á meðlimur bandarísku leyniþjónustunnar að hafa kvartað yfir þessari beiðni Trumps og samkvæmt heimildum New York Times tengist kvörtunin einnig afskiptum Trumps af Úkraínu.Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.getty/Mark WilsonBiden er einn frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta. Forsetinn núverandi hefur ekki farið leynt með það að hann vilji að Úkraína rannsaki hvort eitthvað misjafnt hafi farið fram á meðan Biden sinnti pólitísku starfi í Úkraínu og sonur hans starfaði fyrir gas fyrirtæki sem er í eigu úkraínsk valdamanns. Trump sagði í samtali við fréttamenn á föstudag að „einhver ætti að rannsaka Biden“ þegar hann var spurður út í símtalið. Þá hafa vaknað upp spurningar í kjölfarið um afskipti Trumps í Úkraínu sem enn stendur í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem hljóta stuðning Rússa. Þá hafði hernaðaraðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu ekki verið virk í margar vikur þegar forsetinn kallaði eftir rannsókninni.Hunter Biden (t.v.) ásamt föður sínum Joe Biden (t.h.).getty/ Teresa KroegerBandaríkin drógu til baka hernaðaraðstoð í Úkraínu í byrjun júlí en það var ekki rætt í símtalinu þann 25. júlí. Ríkisstjórn Zelensky komst ekki að því fyrr en í ágúst að hernaðaraðstoð hafði verið hætt. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þegar hafið rannsókn á því hvort Trump hafi breytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna til þess að hún hagnaðist honum persónulega og hafa rannsakendur óskað eftir afriti af símtalinu við Zelensky. Trump og lögmaður hans, Guiliani, hafa krafist rannsókna á Biden fjölskylduna í margar vikur eftir að fréttamiðlar vestanhafs rannsökuðu hvort úkraínskt orkufyrirtæki hafi leitast eftir áhrifum í Washington með því að ráða son Bidens, Hunter Biden, til starfa. Hunter Biden starfaði í Úkraínu á meðan faðir hans var varaforseti.Rudolph W. Giuliani, lögmaður Donalds Trump stendur fyrir miðju.getty/ J. KempinÁ meðan Biden var varaforseti sá hann um mál Obama stjórnar í Úkraínu og sá að hluta til um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna þar í landi auk þess sem hann lagði mikla áherslu á spillingarmál innan Úkraínskra stjórnvalda. Snemma árs 2016 hótaði hann því að Bandaríkin myndu frysta lán upp á 1 milljarð Bandaríkjadala, sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna, ef ríkissaksóknara Úkraínu yrði ekki sagt upp störfum. Hann hafði verið sakaður um að hundsa gríðarlega spillingu innan stjórnkerfisins. Úkraína varð við kröfum Biden sem kom Hunter Biden vel en hann var stjórnarmeðlimur orkufyrirtækis sem ríkissaksóknarinn hugðist rannsaka. Á föstudag sakaði Biden Trump um að nota völd Bandaríkjanna til að fá „pólitískan greiða.“ Þá krafðist hann þess að forsetinn birti afrit af símtali hans við Zelensky og sagði að ef sögusagnir væru sannar „væru engin takmörk fyrir því hve Trump væri ákveðinn að misnota vald sitt og auðmýkja landið.“ Trump og Zelensky munu funda í næstu viku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í New York. Bandaríkjastjórn segir ekki víst að forsetarnir munu funda í Hvíta húsinu, sem Zelensky telur mjög mikilvægt til að halda sambandi ríkjanna góðu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta segja vitni að símtalinu í júlí þegar málið kom upp en talið er að rannsóknin sé liður í framboðsundirbúningi forsetans fyrir forsetakosningar árið 2020. Trump á þá að hafa ítrekað beðið Zelensky að ræða við lögmann sinn, Rudolph W. Giuliani, en hann hafði þá hvatt yfirvöld í Kænugarði að hefja rannsókn á Biden og fjölskyldu hans. Þá á meðlimur bandarísku leyniþjónustunnar að hafa kvartað yfir þessari beiðni Trumps og samkvæmt heimildum New York Times tengist kvörtunin einnig afskiptum Trumps af Úkraínu.Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.getty/Mark WilsonBiden er einn frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta. Forsetinn núverandi hefur ekki farið leynt með það að hann vilji að Úkraína rannsaki hvort eitthvað misjafnt hafi farið fram á meðan Biden sinnti pólitísku starfi í Úkraínu og sonur hans starfaði fyrir gas fyrirtæki sem er í eigu úkraínsk valdamanns. Trump sagði í samtali við fréttamenn á föstudag að „einhver ætti að rannsaka Biden“ þegar hann var spurður út í símtalið. Þá hafa vaknað upp spurningar í kjölfarið um afskipti Trumps í Úkraínu sem enn stendur í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem hljóta stuðning Rússa. Þá hafði hernaðaraðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu ekki verið virk í margar vikur þegar forsetinn kallaði eftir rannsókninni.Hunter Biden (t.v.) ásamt föður sínum Joe Biden (t.h.).getty/ Teresa KroegerBandaríkin drógu til baka hernaðaraðstoð í Úkraínu í byrjun júlí en það var ekki rætt í símtalinu þann 25. júlí. Ríkisstjórn Zelensky komst ekki að því fyrr en í ágúst að hernaðaraðstoð hafði verið hætt. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þegar hafið rannsókn á því hvort Trump hafi breytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna til þess að hún hagnaðist honum persónulega og hafa rannsakendur óskað eftir afriti af símtalinu við Zelensky. Trump og lögmaður hans, Guiliani, hafa krafist rannsókna á Biden fjölskylduna í margar vikur eftir að fréttamiðlar vestanhafs rannsökuðu hvort úkraínskt orkufyrirtæki hafi leitast eftir áhrifum í Washington með því að ráða son Bidens, Hunter Biden, til starfa. Hunter Biden starfaði í Úkraínu á meðan faðir hans var varaforseti.Rudolph W. Giuliani, lögmaður Donalds Trump stendur fyrir miðju.getty/ J. KempinÁ meðan Biden var varaforseti sá hann um mál Obama stjórnar í Úkraínu og sá að hluta til um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna þar í landi auk þess sem hann lagði mikla áherslu á spillingarmál innan Úkraínskra stjórnvalda. Snemma árs 2016 hótaði hann því að Bandaríkin myndu frysta lán upp á 1 milljarð Bandaríkjadala, sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna, ef ríkissaksóknara Úkraínu yrði ekki sagt upp störfum. Hann hafði verið sakaður um að hundsa gríðarlega spillingu innan stjórnkerfisins. Úkraína varð við kröfum Biden sem kom Hunter Biden vel en hann var stjórnarmeðlimur orkufyrirtækis sem ríkissaksóknarinn hugðist rannsaka. Á föstudag sakaði Biden Trump um að nota völd Bandaríkjanna til að fá „pólitískan greiða.“ Þá krafðist hann þess að forsetinn birti afrit af símtali hans við Zelensky og sagði að ef sögusagnir væru sannar „væru engin takmörk fyrir því hve Trump væri ákveðinn að misnota vald sitt og auðmýkja landið.“ Trump og Zelensky munu funda í næstu viku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í New York. Bandaríkjastjórn segir ekki víst að forsetarnir munu funda í Hvíta húsinu, sem Zelensky telur mjög mikilvægt til að halda sambandi ríkjanna góðu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira