Íslenski boltinn

Lokahóf á sunnudaginn | Tveir KR-ingar tilnefndir sem besti leikmaðurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, kemur til greina sem besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla.
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, kemur til greina sem besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla. vísir/bára
KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Kristinn Jónsson og Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson koma til greina sem bestu leikmenn Pepsi Max-deildar karla.Lokahóf Pepsi Max-deildanna fer fram í Gamla Bíói á sunnudaginn. Leikmannasamtök Íslands standa fyrir lokahófinu í samstarfi við KSÍ og Ölgerðina.Leikmenn deildanna velja bestu leikmennina, þá efnilegustu og lið ársins. Búið er að opinbera tilnefningarnar í karlaflokki en greint verður frá tilnefningunum í kvennaflokki á morgun.Eins og áður sagði eru Óskar Örn, Kristinn og Hilmar Árni tilnefndir sem besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla.KR-ingurinn Finnur Tómas Pálmason, Víkingurinn Guðmundur Andri Tryggvason og FH-ingurinn Daði Freyr Arnarsson koma til greina sem efnilegasti leikmaður deildarinnar.Pétur Guðmundsson, Erlendur Eiríksson og Ívar Orri Kristjánsson koma til greina sem besti dómarinn.Eftirtaldir leikmenn koma til greina í lið ársins:Markmenn: 

Beitir Ólafsson, KR 

Vladan Djogatovic, Grindavík 

Daði Freyr Arnarsson, FHVarnarmenn: 

Kristinn Jónsson, KR 

Finnur Tómas Pálmason, KR 

Davíð Örn Atlason, Víkingur 

Guðmundur Kristjánsson, FH 

Sölvi Geir Ottesen, Víkingur 

Josep Zeba, Grindavík 

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR 

Kennie Chopart, KRMiðjumenn: 

Andri Rafn Yeoman, Breiðablik 

Pálmi Rafn Pálmason, KR 

Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðablik 

Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 

Arnþór Ingi Kristinsson, KR 

Hilmar Árni Halldórsson, StjarnanSóknarmenn: 

Steven Lennon, FH 

Óskar Örn Hauksson, KR 

Gary Martin, ÍBV 

Patrik Pedersen, Valur 

Thomas Mikkelssen, Breiðablik 

Geoffrey Castilion, Fylkir

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.