Íslenski boltinn

Lokahóf á sunnudaginn | Tveir KR-ingar tilnefndir sem besti leikmaðurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, kemur til greina sem besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla.
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, kemur til greina sem besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla. vísir/bára

KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Kristinn Jónsson og Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson koma til greina sem bestu leikmenn Pepsi Max-deildar karla.

Lokahóf Pepsi Max-deildanna fer fram í Gamla Bíói á sunnudaginn. Leikmannasamtök Íslands standa fyrir lokahófinu í samstarfi við KSÍ og Ölgerðina.

Leikmenn deildanna velja bestu leikmennina, þá efnilegustu og lið ársins. Búið er að opinbera tilnefningarnar í karlaflokki en greint verður frá tilnefningunum í kvennaflokki á morgun.

Eins og áður sagði eru Óskar Örn, Kristinn og Hilmar Árni tilnefndir sem besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla.

KR-ingurinn Finnur Tómas Pálmason, Víkingurinn Guðmundur Andri Tryggvason og FH-ingurinn Daði Freyr Arnarsson koma til greina sem efnilegasti leikmaður deildarinnar.

Pétur Guðmundsson, Erlendur Eiríksson og Ívar Orri Kristjánsson koma til greina sem besti dómarinn.

Eftirtaldir leikmenn koma til greina í lið ársins:

Markmenn: 
Beitir Ólafsson, KR 
Vladan Djogatovic, Grindavík 
Daði Freyr Arnarsson, FH

Varnarmenn: 
Kristinn Jónsson, KR 
Finnur Tómas Pálmason, KR 
Davíð Örn Atlason, Víkingur 
Guðmundur Kristjánsson, FH 
Sölvi Geir Ottesen, Víkingur 
Josep Zeba, Grindavík 
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR 
Kennie Chopart, KR

Miðjumenn: 
Andri Rafn Yeoman, Breiðablik 
Pálmi Rafn Pálmason, KR 
Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðablik 
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 
Arnþór Ingi Kristinsson, KR 
Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan

Sóknarmenn: 
Steven Lennon, FH 
Óskar Örn Hauksson, KR 
Gary Martin, ÍBV 
Patrik Pedersen, Valur 
Thomas Mikkelssen, Breiðablik 
Geoffrey Castilion, FylkirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.