Íslenski boltinn

Ingibjörg valin í landsliðið í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingibjörg hefur leikið 39 leiki í efstu deild.
Ingibjörg hefur leikið 39 leiki í efstu deild. vísir/vilhelm
Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvörður KR, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í stað Sonnýjar Láru Þráinsdóttur sem er meidd.



Þetta er í fyrsta sinn sem Ingibjörg er valin í íslenska A-landsliðið. Hún hefur leikið 16 leiki fyrir yngri landslið Íslands.



Ingibjörg, sem er 21 árs, hóf ferilinn með Sindra á Höfn í Hornafirði en hefur leikið með KR síðan 2016.



Í sumar lék hún níu leiki í Pepsi Max-deild kvenna auk tveggja leikja í Mjólkurbikarnum. KR endaði í 7. sæti deildarinnar og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Selfossi, 2-1.



Auk Ingibjargar eru markverðirnir Sandra Sigurðardóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir í íslenska hópnum sem mætir Frakklandi og Lettlandi í byrjun næsta mánaðar.

Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.