Íslenski boltinn

Ingibjörg valin í landsliðið í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingibjörg hefur leikið 39 leiki í efstu deild.
Ingibjörg hefur leikið 39 leiki í efstu deild. vísir/vilhelm

Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvörður KR, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í stað Sonnýjar Láru Þráinsdóttur sem er meidd.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ingibjörg er valin í íslenska A-landsliðið. Hún hefur leikið 16 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Ingibjörg, sem er 21 árs, hóf ferilinn með Sindra á Höfn í Hornafirði en hefur leikið með KR síðan 2016.

Í sumar lék hún níu leiki í Pepsi Max-deild kvenna auk tveggja leikja í Mjólkurbikarnum. KR endaði í 7. sæti deildarinnar og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Selfossi, 2-1.

Auk Ingibjargar eru markverðirnir Sandra Sigurðardóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir í íslenska hópnum sem mætir Frakklandi og Lettlandi í byrjun næsta mánaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.