„Incel-morðinginn“ í Kanada: Vildi drepa fleiri en sá ekki út um rúðuna Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2019 10:48 Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. Vísir/AP Skömmu eftir að Alek Minassian var handtekinn í Toronto í Kanada, sagði hann lögregluþjóni að hann hefði verið í samskiptum við tvo fjöldamorðingja sem aðhyllast „incel“ hugmyndafræðinni. Minassian játaði að hafa notað sendiferðabíl sem vopn og að hafa myrt tíu manns og sært 16 í apríl í fyrra. Þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar gagnvart morðunum sagðist Minassian vera þeirrar skoðunar að hann hefði „lokið ætlunarverki“ sínu. Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. „Ég veit um nokkra aðra stráka á netinu sem eru samhuga mér,“ sagði Minassian en hann bætti við að hann teldi þá of mikla heigla til að gera árásir. Hann sagði sömuleiðis að hann hefði fyrst „öfgavæst“ eftir maður að nafni Elliot Rodger skaut sex til bana og særði fjórtán í Kaliforníu árið 2014. Rodger skilgreindi sig einnig sem Incel og er álitinn stofnandi hreyfingarinnar, ef svo má kalla, en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér áður en hann var handtekinn. Þetta kemur fram á upptöku af viðtali rannsóknarlögreglumanns við Minassian sem opinberað var í morgun. Réttarhöldin yfir honum munu fara fram í byrjun næsta árs.Gat ekki „fengið á broddinn“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Incel hreyfingin - Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldiMinassian sagðist hafa átt í samskiptum við Rodger frá janúar 2014 og til maí, skömmu áður en Roger framdi áðurnefnt fjöldamorð. „Okkur fannst hvor annar áhugaverður,“ sagði Minassian, samkvæmt CBC í Kanada. „Við ræddum gremju okkar gagnvart samfélaginu og það að við gætum ekki fengið á broddinn.“Sjá einnig: Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninnMinassian sagðist einnig hafa átt í samskiptum við Chris Harper-Mercer, sem skaut níu manns til bana og særði átta í október 2015. Staðhæfingar hans um samskipti við Harper-Mercer og Rodger hafa þó ekki verið staðfestar. Minassian sagði lögregluþjóninum á einum tímapunkti að ástæða þess að hann hefði aldrei átt kærustu væri að hann væri „of almennilegur“. Hann sagði frá því að árið 2013 hefði hann verið í hrekkjavökupartí og þar hefðu konur sem hann reyndi að tala við, hlegið að honum. Hann hafði aðeins einu sinni boðið konu á stefnumót en hún hafnaði honum. Það tók verulega á, samkvæmt Minassian. Hann sagðist hafa orðið reiður yfir því að konur veittu stærri hrottum ást þeirra og umhyggju.Drykkur skettist á framrúðuna Minassian ræddi einnig árás sína við lögregluþjóninn og sagðist hafa undirbúið hana í um mánuð. Hann hafi sérstaklega leitað að sendiferðabíl sem væri ekki of stór og ekki of lítill. Hann hafi svo fundið sendiferðabíl sem var af „fullkominni stærði til að nota sem vopn mitt“. Hann ók eftir fjölfarinni götu í Toronto og eins og áður segir dóu tíu og sextán særðust. Eina ástæða þess að Minassian stöðvaði árás sína var að drykkur einhvers sem hann ók yfir hafði skvest á framrúðu sendiferðabílsins. „Ég vildi gera meira,“ sagði Minassian en bætti við að hann hefði ekki séð út um rúðuna og óttaðist að keyra á eitthvað. Kanada Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Skömmu eftir að Alek Minassian var handtekinn í Toronto í Kanada, sagði hann lögregluþjóni að hann hefði verið í samskiptum við tvo fjöldamorðingja sem aðhyllast „incel“ hugmyndafræðinni. Minassian játaði að hafa notað sendiferðabíl sem vopn og að hafa myrt tíu manns og sært 16 í apríl í fyrra. Þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar gagnvart morðunum sagðist Minassian vera þeirrar skoðunar að hann hefði „lokið ætlunarverki“ sínu. Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. „Ég veit um nokkra aðra stráka á netinu sem eru samhuga mér,“ sagði Minassian en hann bætti við að hann teldi þá of mikla heigla til að gera árásir. Hann sagði sömuleiðis að hann hefði fyrst „öfgavæst“ eftir maður að nafni Elliot Rodger skaut sex til bana og særði fjórtán í Kaliforníu árið 2014. Rodger skilgreindi sig einnig sem Incel og er álitinn stofnandi hreyfingarinnar, ef svo má kalla, en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér áður en hann var handtekinn. Þetta kemur fram á upptöku af viðtali rannsóknarlögreglumanns við Minassian sem opinberað var í morgun. Réttarhöldin yfir honum munu fara fram í byrjun næsta árs.Gat ekki „fengið á broddinn“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Incel hreyfingin - Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldiMinassian sagðist hafa átt í samskiptum við Rodger frá janúar 2014 og til maí, skömmu áður en Roger framdi áðurnefnt fjöldamorð. „Okkur fannst hvor annar áhugaverður,“ sagði Minassian, samkvæmt CBC í Kanada. „Við ræddum gremju okkar gagnvart samfélaginu og það að við gætum ekki fengið á broddinn.“Sjá einnig: Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninnMinassian sagðist einnig hafa átt í samskiptum við Chris Harper-Mercer, sem skaut níu manns til bana og særði átta í október 2015. Staðhæfingar hans um samskipti við Harper-Mercer og Rodger hafa þó ekki verið staðfestar. Minassian sagði lögregluþjóninum á einum tímapunkti að ástæða þess að hann hefði aldrei átt kærustu væri að hann væri „of almennilegur“. Hann sagði frá því að árið 2013 hefði hann verið í hrekkjavökupartí og þar hefðu konur sem hann reyndi að tala við, hlegið að honum. Hann hafði aðeins einu sinni boðið konu á stefnumót en hún hafnaði honum. Það tók verulega á, samkvæmt Minassian. Hann sagðist hafa orðið reiður yfir því að konur veittu stærri hrottum ást þeirra og umhyggju.Drykkur skettist á framrúðuna Minassian ræddi einnig árás sína við lögregluþjóninn og sagðist hafa undirbúið hana í um mánuð. Hann hafi sérstaklega leitað að sendiferðabíl sem væri ekki of stór og ekki of lítill. Hann hafi svo fundið sendiferðabíl sem var af „fullkominni stærði til að nota sem vopn mitt“. Hann ók eftir fjölfarinni götu í Toronto og eins og áður segir dóu tíu og sextán særðust. Eina ástæða þess að Minassian stöðvaði árás sína var að drykkur einhvers sem hann ók yfir hafði skvest á framrúðu sendiferðabílsins. „Ég vildi gera meira,“ sagði Minassian en bætti við að hann hefði ekki séð út um rúðuna og óttaðist að keyra á eitthvað.
Kanada Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira