Incel hreyfingin: Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2018 21:00 „Óbreyttur Minassian fótgöngulið 00010. Óska eftir að ræða við 4Chan liðjálfa takk. C23249161. Incel uppreisinin er þegar hafin! Við munum steypa Chad og Stacy af stóli! Heill sé æðsta herramanninum Elliot Rodger.“ Svo hljóðar undarleg stöðuuppfærsla sem Alek Menassian setti á facebook vegg sinn áður en hann leigði hvítan sendiferðabíl og ók honum niður fjölmenna verslunargötu í miðborg Toronto með þeim afleiðingum að tíu manns létust og 15 særðust. Fyrir hinum hefðbundna notanda facebook er uppfærslan óskiljanleg en fyrir þeim sem þekkja helstu afkima internetsins kann þetta að þykja kunnuglegt. Incel samfélagið svokallaða er hluti af karlhvelinu svokallaða. Samheiti yfir þá sem aðhyllast hverskyns karlréttindi og stilla sér upp andspænis femínisma.„Incel hópurin innan karlhvelsins er kannski sá sem er hvað mest hatursfullur,“ segir Thomas Brorsen Smidt kynjafræðingur sem stundar nú doktorsnám sitt við Háskóla Íslands. „Incel stendur fyrir involuntary celibate (tilneyddur í skírlífi) og Incel er yfirleitt hvítur, gagnkynhneigður karlmaður sem trúir því að vangeta hans til að eiga í rómantísku eða kynferðislegu sambandi við konur sé konunum að kenna“ Incel menn sem halda fyrst og fremst til á internetinu, á síðum eins og 4chan eða reddit, hafa margir hverjir skilgreint fyrirbærið sem einskonar félagslega stöðu eða stétt og núverandi samfélagsskipan þeim í óvil. Chad og Stacy eru þá uppnefni Incel manna á þeim sem skara fram úr á sviði tilhugalífsins. Uppnefnin svipa til fyrirliðans í fótboltaliðinu og yfirklappstýrunnar sem finna má í klisjukenndum amerískum bíómyndum. Chad og Stacy eru semsagt kynþokkaþokkafulla fólkið sem stundar kynlíf ólíkt Incel mönnunum. Á spjallþráðum Incel manna má sjá vilja þeirra til að ná sér niður á þessum einstaklingum. Steypa þeim af stóli líkt og Menassian orðar það í stöðuuppfærslu sinni og koma á réttlæti í þágu Incel manna. Thomas segir ákveðna tilætlunarsemi einkenna marga Incel menn. Ef þú kemur fram sem herramaður gagnvart konu eigir þú skilið að fá athygli eða jafnvel kynlíf. Eðli málsins samkvæmt er tilveran ögn flóknari en svo.Thomas Brorsen Schmidt, kynjafræðingur, segir Incel hreyfingin eina af öfgafyllstu birtingarmyndum karlréttindasinna.Mynd/Baldur„Þegar að það gengur ekki upp hjá þeim í hinum raunverulega heimi verða þeir reiðir og loka sig af í þessum bergmálsklefum á internetinu þar sem þeir geta deilt skoðunum sínum og fengið útblástur fyrir pirring sinn sem stundum leiðir af sér ofbeldi,“ segir hann. Incel hópurinn er fjarri því að vera skipulögð samtök á borð við ISIS en á það sameiginlegt með þeim samtökum að vera aðlaðandi fyrir félagslega einangraða menn sem telja sig upp á kant við samfélagið. Ekki allir innan samfélagsins myndu hneygjast til ofbeldis þó að á spjallborðum megi finna fyrirlitlegan kvenhatur þar sem jafnvel er hvatt til nauðgana. Þrátt fyrir að fæstir í Incel samfélaginu myndu grípa til þess að beita ofbeldi er meðvirknin gagnvart hryðjuverkum Rodger og Menassian ærandi. „Það eru vissulega bara tvö tilfelli þar sem Incel fólk hefur framið voðaverk,“ segir Thomas. „En ef þú ferð aftur til dagsins þegar Elliot Rodger, einn Icel mannana sem drap fjölda fólks og svo sjálfan sig, gat maður séð að hann hafði áður lýst því yfir á innan samfélagsins á netinu hvað hann hafði í hyggju. Fáeinir spurðu hvort að það ætti að hringja á lögregluna en meirihlutinn sagði: „Nei. Sjáum hvað gerist og leyfum honum að gera það sem hann þarf að gera fyrir málstaðinn.“ Þannig að þetta eru ekki alveg menn sem eru einir á ferð þar sem þeir voru hvattir áfram af samfélaginu á netinu.“ Í huga Thomas er miklvægt að draga úr því sem oft er kölluð eitruð karlmennska. Hún sé ein undirrót öfgavæðinga þessara félagslega einangruðu karlmanna. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
„Óbreyttur Minassian fótgöngulið 00010. Óska eftir að ræða við 4Chan liðjálfa takk. C23249161. Incel uppreisinin er þegar hafin! Við munum steypa Chad og Stacy af stóli! Heill sé æðsta herramanninum Elliot Rodger.“ Svo hljóðar undarleg stöðuuppfærsla sem Alek Menassian setti á facebook vegg sinn áður en hann leigði hvítan sendiferðabíl og ók honum niður fjölmenna verslunargötu í miðborg Toronto með þeim afleiðingum að tíu manns létust og 15 særðust. Fyrir hinum hefðbundna notanda facebook er uppfærslan óskiljanleg en fyrir þeim sem þekkja helstu afkima internetsins kann þetta að þykja kunnuglegt. Incel samfélagið svokallaða er hluti af karlhvelinu svokallaða. Samheiti yfir þá sem aðhyllast hverskyns karlréttindi og stilla sér upp andspænis femínisma.„Incel hópurin innan karlhvelsins er kannski sá sem er hvað mest hatursfullur,“ segir Thomas Brorsen Smidt kynjafræðingur sem stundar nú doktorsnám sitt við Háskóla Íslands. „Incel stendur fyrir involuntary celibate (tilneyddur í skírlífi) og Incel er yfirleitt hvítur, gagnkynhneigður karlmaður sem trúir því að vangeta hans til að eiga í rómantísku eða kynferðislegu sambandi við konur sé konunum að kenna“ Incel menn sem halda fyrst og fremst til á internetinu, á síðum eins og 4chan eða reddit, hafa margir hverjir skilgreint fyrirbærið sem einskonar félagslega stöðu eða stétt og núverandi samfélagsskipan þeim í óvil. Chad og Stacy eru þá uppnefni Incel manna á þeim sem skara fram úr á sviði tilhugalífsins. Uppnefnin svipa til fyrirliðans í fótboltaliðinu og yfirklappstýrunnar sem finna má í klisjukenndum amerískum bíómyndum. Chad og Stacy eru semsagt kynþokkaþokkafulla fólkið sem stundar kynlíf ólíkt Incel mönnunum. Á spjallþráðum Incel manna má sjá vilja þeirra til að ná sér niður á þessum einstaklingum. Steypa þeim af stóli líkt og Menassian orðar það í stöðuuppfærslu sinni og koma á réttlæti í þágu Incel manna. Thomas segir ákveðna tilætlunarsemi einkenna marga Incel menn. Ef þú kemur fram sem herramaður gagnvart konu eigir þú skilið að fá athygli eða jafnvel kynlíf. Eðli málsins samkvæmt er tilveran ögn flóknari en svo.Thomas Brorsen Schmidt, kynjafræðingur, segir Incel hreyfingin eina af öfgafyllstu birtingarmyndum karlréttindasinna.Mynd/Baldur„Þegar að það gengur ekki upp hjá þeim í hinum raunverulega heimi verða þeir reiðir og loka sig af í þessum bergmálsklefum á internetinu þar sem þeir geta deilt skoðunum sínum og fengið útblástur fyrir pirring sinn sem stundum leiðir af sér ofbeldi,“ segir hann. Incel hópurinn er fjarri því að vera skipulögð samtök á borð við ISIS en á það sameiginlegt með þeim samtökum að vera aðlaðandi fyrir félagslega einangraða menn sem telja sig upp á kant við samfélagið. Ekki allir innan samfélagsins myndu hneygjast til ofbeldis þó að á spjallborðum megi finna fyrirlitlegan kvenhatur þar sem jafnvel er hvatt til nauðgana. Þrátt fyrir að fæstir í Incel samfélaginu myndu grípa til þess að beita ofbeldi er meðvirknin gagnvart hryðjuverkum Rodger og Menassian ærandi. „Það eru vissulega bara tvö tilfelli þar sem Incel fólk hefur framið voðaverk,“ segir Thomas. „En ef þú ferð aftur til dagsins þegar Elliot Rodger, einn Icel mannana sem drap fjölda fólks og svo sjálfan sig, gat maður séð að hann hafði áður lýst því yfir á innan samfélagsins á netinu hvað hann hafði í hyggju. Fáeinir spurðu hvort að það ætti að hringja á lögregluna en meirihlutinn sagði: „Nei. Sjáum hvað gerist og leyfum honum að gera það sem hann þarf að gera fyrir málstaðinn.“ Þannig að þetta eru ekki alveg menn sem eru einir á ferð þar sem þeir voru hvattir áfram af samfélaginu á netinu.“ Í huga Thomas er miklvægt að draga úr því sem oft er kölluð eitruð karlmennska. Hún sé ein undirrót öfgavæðinga þessara félagslega einangruðu karlmanna.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent