Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2019 11:49 Frá kjarnorkuverinu í Fukushima. vísir/getty Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. Ástæðan er sú að ekki verður nægilegt rými til þess að geyma mengaða vatnið en meira en milljón tonn af vatni eru nú geymd í tönkum við kjarnorkuverið. Það er Tokyo Electric Power (Tepco) sem sér um kjarnorkuverið í Fukushima. Fyrirtækið hefur átt í vandræðum með grunnvatn á svæðinu sem mengast þegar það kemst í snertingu við vatn sem er notað til þess að koma í veg fyrir að kjarnaofnar versins bráðni. Mengað vatnið er geymt í um það bil þúsund tönkum en Tepco hefur nú varað við því að sumarið 2022 muni það komi ekki meira vatni fyrir í tönkunum. „Eini möguleikinn er að veita vatninu út í sjó og þynna það út. Ríkisstjórnin mun koma saman og ræða þetta,“ sagði japanski umhverfisráðherrann við fjölmiðla í dag. Engin endanleg ákvörðun verður tekin um hvað eigi að gera við vatnið fyrr en stjórnvöld hafa ráðfært sig við hóp sérfræðinga. Að því er fram kemur á vef Guardian er viðbúið að það muni reita sjómenn við Fukushima til reiði ef ákveðið verður að veita geislavirku vatninu út í sjó, enda hafi þeir unnið baki brotnu að því að endurreisa sjávarútveginn á svæðinu síðan kjarnorkuslysið varð árið 2011. Japan Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Sjá meira
Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. Ástæðan er sú að ekki verður nægilegt rými til þess að geyma mengaða vatnið en meira en milljón tonn af vatni eru nú geymd í tönkum við kjarnorkuverið. Það er Tokyo Electric Power (Tepco) sem sér um kjarnorkuverið í Fukushima. Fyrirtækið hefur átt í vandræðum með grunnvatn á svæðinu sem mengast þegar það kemst í snertingu við vatn sem er notað til þess að koma í veg fyrir að kjarnaofnar versins bráðni. Mengað vatnið er geymt í um það bil þúsund tönkum en Tepco hefur nú varað við því að sumarið 2022 muni það komi ekki meira vatni fyrir í tönkunum. „Eini möguleikinn er að veita vatninu út í sjó og þynna það út. Ríkisstjórnin mun koma saman og ræða þetta,“ sagði japanski umhverfisráðherrann við fjölmiðla í dag. Engin endanleg ákvörðun verður tekin um hvað eigi að gera við vatnið fyrr en stjórnvöld hafa ráðfært sig við hóp sérfræðinga. Að því er fram kemur á vef Guardian er viðbúið að það muni reita sjómenn við Fukushima til reiði ef ákveðið verður að veita geislavirku vatninu út í sjó, enda hafi þeir unnið baki brotnu að því að endurreisa sjávarútveginn á svæðinu síðan kjarnorkuslysið varð árið 2011.
Japan Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Sjá meira