Innlent

Lést af sárum sínum eftir að hafa verið bjargað úr brennandi húsi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Reykjanesbæ á föstudag.
Frá vettvangi í Reykjanesbæ á föstudag. vísir
Aldraður karlmaður lést af sárum sínum á Landspítalanum síðastliðinn föstudag eftir að honum var bjargað úr brennandi húsi við Hlíðarveg í Reykjanesbæ síðdegis þann sama dag.

Þetta segir Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi.

Hann segir eldsupptök ekki alveg ljós en talið að maðurinn hafi kveikt á kerti og mögulega kviknað í út frá því. Lokaniðurstaða liggi þó ekki fyrir og málið sé enn í rannsókn.


Tengdar fréttir

Björguðu manni úr brennandi húsi

Slökkvilið hafði ekki upplýsingar um að maður væri í húsinu þar sem eldurinn logaði. Reykkafarar björguðu honum út.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.