Innlent

Lést af sárum sínum eftir að hafa verið bjargað úr brennandi húsi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Reykjanesbæ á föstudag.
Frá vettvangi í Reykjanesbæ á föstudag. vísir

Aldraður karlmaður lést af sárum sínum á Landspítalanum síðastliðinn föstudag eftir að honum var bjargað úr brennandi húsi við Hlíðarveg í Reykjanesbæ síðdegis þann sama dag.

Þetta segir Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi.

Hann segir eldsupptök ekki alveg ljós en talið að maðurinn hafi kveikt á kerti og mögulega kviknað í út frá því. Lokaniðurstaða liggi þó ekki fyrir og málið sé enn í rannsókn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.