Innlent

Lögreglan leitar bíls

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Umræddur bíll.
Umræddur bíll. Lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ljósgráum Volkswagen Golf með skráningarnúmerið RKE42, en bílnum var stolið í Brekkutanga í Mosfellsbæ í síðustu viku.„ Sjáist bíllinn í umferðinni þá vinsamlegast hringið tafarlaust í 112, en upplýsingum um hvar bíllinn er niðurkominn má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið sigurdur.petursson@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.