Erlent

Þrír nýir ráðherrar í Svíþjóð

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar. Fréttablaðið/Ernir
Stefan Löfven skipaði þrjá nýja ráðherra í ríkisstjórn Svíþjóðar. Efst á blaði er Ann Linde sem tekur við sem utanríkisráðherra af Margot Wallström. Wallström sagði nýlega af sér embætti vegna persónulegra mála.

Hinn nýi utanríkisráðherra hefur heiti því að halda áfram stefnu Wallström um femínska utanríkisstefnu og að á tímum óvissu í alþjóðamálum væri mikilvægt að leggja áherslu á frið, frelsi og öryggi. „Nýlega kynnti ég femínska utanríkisverslunarstefnu og mér er mjög annt um þessi mál,“ sagði Linde eftir að hún var skipuð.

Linde var áður Evrópu- og utanríkisverslunarráðherra landsins. Við þeirri stöðu tekur Anna Hallberg, sem var stjórnarmaður í ríkisfyrirtækinu Almi.

Þá tekur Eva Nordmark við vinnumálaráðuneytinu af Ylvu Johansson. Nordmark var áður formaður verkalýðssambandsins TCO.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×