Erlent

Utan­ríkis­ráð­herra Sví­þjóðar segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Margot Wallström tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar á haustdögum 2014.
Margot Wallström tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar á haustdögum 2014. Getty
Margot Wallström hefur ákveðið að segja af sér sem utanríkisráðherra Svíþjóðar. Þetta staðfestir hún í samtali við Dagens nyheter.

„Þetta geri ég þar sem ég vil verja meiri tíma með eiginmanni mínum börnum og barnabörnum,“ segir Wallström í samtali við blaðið.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mun tilkynna um nýjan utanríkisráðherra þegar þing kemur saman á þriðjudag. Hin 64 ára Wallström tók við embættinu árið 2014. 

Hún tók fyrst sæti á sænska þinginu fyrir Jafnaðarmannaflokkinn árið 1979 og varð fyrst ráðherra árið 1989. Áður en hún tók við embætti utanríkisráðherra starfaði hún hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem hún stýrði baráttu stofnunarinnar gegn kynferðisofbeldi í stríðsátökum. Þá starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Evrópusambandinu á árunum 1999 til 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×