Íslenski boltinn

Formaður FH í stjórn með Ed Woodward, framkvæmdarstjóra Liverpool og forseta Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar er hér lengst til hægri.
Viðar er hér lengst til hægri. mynd/eca

Viðar Halldórsson, formaður FH, var á dögunum endurkjörinn í stjórn ECA (e. European Club Association) en samtökin telja 232 lið.

Viðar hefur verið í stjórn ECA undanfarin ár en hann á nú einnig sæti í nefnd UEFA sem ber nafnið UEFA Club Competition Committee sem fer yfir mótamál og fleira í þeim dúr.

Það eru engir aukvisar með Viðari í stjórn ECA en þar má meðal annars finna forseta bæði Barcelona og PSG. Einnig eru menn á borð við Edwin van der Saar, Ed Woodward og Peter Moore.

FH er ekki eina félagið frá Íslandi sem er í samtökunum því einnig eru KR, Valur og Stjarnan í samtökunum sem hafa góða rödd innan UEFA og FIFA.

Kosið er í stjórn til fjögurra ára og mun því Viðar sitja í stjórn, að minnsta kosti til ársins 2023, en hann hefur verið formaður FH um margra ára skeið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.