Enski boltinn

Jóhann Berg tæpur fyrir leik helgarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Burnley.
Jóhann Berg í leik með Burnley. Vísir/Getty

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, staðfesti á blaðamannafundi í dag að landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson væri tæpur fyrir leikinn gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur.
 Jóhann Berg fór meiddur af velli þann 25. ágúst er Burnley gerði 1-1 jafntefli við Wolverhampton Wanderers á útivelli.

Hann missti í kjölfarið af 3-0 tapi Burnley gegn Liverpool ásamt því að missa af síðasta landsliðsverkefni Íslands þar sem liðið lagði Móldavíu 3-0 en tapaði 4-2 gegn Albaníu ytra. Jóhann Berg skoraði einmitt eina mark leiksins þegar Ísland lagði Albaníu af velli á Laugardalsvelli fyrr í sumar.

Þegar fjórum umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni er Burnley með fjögur stig, líkt og mótherjar helgarinnar í Brighton.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.