Enski boltinn

„Ef þú vissir það ekki þá var Jóhann Berg Guðmundsson einu sinni hjá Chelsea“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann í leik með Burnley gegn Arsenal á dögunum.
Jóhann í leik með Burnley gegn Arsenal á dögunum. Getty

Tölfræðiveitan og fjölmiðillinn Squawka Football birtir athyglisverða grein á vef sínum í morgun þar sem fjallað er um unglingalið Chelsea.

Í greininni er umfjöllunarefnið þeir leikmenn sem hafa hellst úr lestinni í unglingaliðum Chelsea og þar ber að sjá marga þekkta leikmenn.

Jóhann Berg Guðmundsson er í 5. sæti listans og er fyrir neðan Liverpool-manninn Rhian Brewster, Neil Etheridge, Declan Rice og Chris Mepham.

„Hinn 28 ára gamli vængmaður æfði með Chelsea akademíunni en flutti til Íslands árið 2008 eftir að hafa lent í vandræðum með að aðlagast lífinu í ensku höfuðborginni,“ segir meðal annars í umsögninni um Jóhann.

Þar á eftir er farið yfir feril Jóhanns og tölfræði hans bæði hjá AZ Alkmaar í Hollandi og svo Charlton og Burnley á Englandi sem og íslenska landsliðinu.

Patrick van Aanholt, Eddie Nketiah, Nathan Ake, Andy King, Dominic Solanke og Domingos Quina eru einnig á listanum sem má lesa meira um hér.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.