Fótbolti

Jóhann Berg verður frá í 3-4 vikur vegna kálfameiðsla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg hefur skorað eitt mark í undankeppni EM 2020.
Jóhann Berg hefur skorað eitt mark í undankeppni EM 2020. vísir/bára
Jóhann Berg Guðmundsson verður frá næstu 3-4 vikurnar vegna meiðsla í kálfa. Hann meiddist í leik Wolves og Burnley í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Jóhann Berg er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020.

Á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén að Jóhann Berg hefði meiðst aftur á kálfa og yrði ekki klár í tæka tíð fyrir landsleikina tvo.

Alfreð Finnbogason er heldur ekki í hópnum en hann er nýkominn aftur á ferðina eftir erfið meiðsli. Hann kom inn á sem varamaður með Augsburg um síðustu helgi en það var hans fyrsti leikur í rúma fjóra mánuði.

„Alfreð er að braggast og kom við sögu í síðasta leik. Við ræddum saman og vorum sammála um að það væri betra fyrir hann að æfa með Augsburg og spila æfingaleik með liðinu,“ sagði Hamrén.

Landsliðshópinn má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Hamrén

Erik Hamrén tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×