Erlent

1.300 nú saknað og nýr stormur á leiðinni

Atli Ísleifsson skrifar
Fellibylurinn Dorian olli gríðarlegri eyðileggingum á Bahamaeyjum fyrr í mánuðinum.
Fellibylurinn Dorian olli gríðarlegri eyðileggingum á Bahamaeyjum fyrr í mánuðinum. Getty
Fjöldi þeirra sem enn er saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian gekk þar yfir er nú 1.300. Yfirvöld á eyjunum hafa lækkað töluna, en fyrr í vikunni var greint frá því að 2.500 væri saknað.

Tekist hefur að lækka töluna eftir að hafa borið lista yfir saknaða saman við lista yfir þá sem hafast við í neyðarskýlum.

Íbúar á Bahamaeyjum glíma nú við afleiðingar Dorian sem olli gríðarlegri eyðileggingu á eyjunum, en þurfa nú að búa sig undir nýtt óveður. Hitabeltislægð nálgast nú landið og kann hún að ganga á eyjarnar síðar í dag samkvæmt Bandarísku fellibyljamiðstöðinni.

Vitað er að fimmtíu manns hið minnsta fórust þegar Dorian gekk á land fyrsta dag septembermánaðar. Vindhraðinn náði þar 80 metra á sekúndu og olli mikilli eyðileggingu. Fastlega er búist við að tala látinna komi til með að hækka þegar líður á mánuðinn. 

Vindhraðinn sem fylgir lægðinni sem nú nálgast landið er ekki nærri þeim sem fylgdi Dorian en kann engu að síðar að vanda vandræðum á eyjunum, auk þess að valda truflunum á öllu björgunar- og uppbyggingarstarfi.


Tengdar fréttir

Dag­bjartur kemur að endur­reisn sam­fé­lags á Bahama­eyjum

Við vinnum þetta allt í sameiningu, það skiptir okkur engu máli hvaða nafn er á skyrtunni ef svo mætti segja. Þegar kemur að þessu eru allir bara í sama liði og menn sem eru að vinna á svipuðu sviði eru bara að hjálpast að og styðja við hvorn annan, segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, viðbragðsaðili á vegum NetHope á Bahamaeyjum.

2.500 á lista týndra á Bahama

Minnst 50 eru látnir og er búist við því þeim muni fjölga en björgunaraðilar eru enn að leita í rústum húsa og braki sem liggur á víð og dreif um eyjarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×