Enski boltinn

Liverpool setti met í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp er einstaklega ánægður maður þessa dagana.
Klopp er einstaklega ánægður maður þessa dagana. Vísir/Getty

Með 3-1 sigri sínum á Newcastle United fyrr í dag varð Liverpool fyrsta lið í sögu efstu deildar á Englandi til að vinna 14 leiki í röð og skora tvö eða fleiri mörk í hverjum og einum leik. Sigurganga Liverpool hófst þann 10. mars þegar liðið vann 4-2 sigur á Burnley á Anfield. Liðið vann síðustu níu leiki sína á síðustu leiktíð og hefur hafið núverandi leiktíð á fimm sigrum.

Alls hefur liðið skorað 40 mörk í leikjunum 14. 

Næsti mótherji Liverpool í deildinni er Chelsea og verður forvitnilegt að sjá hvort Frank Lampard og hans mönnum takist að stöðva sigurgöngu Liverpool. 

Leikirnir níu á síðustu leiktíð:
Liverpool 4-2 Burnley
Fulham 1-2 Liverpool
Liverpool 2-1 Tottenham Hotspur
Southampton 1-3 Liverpool
Liverpool 2-0 Chelsea
Cardiff City 0-2 Liverpool
Liverpool 5-0 Huddersfield Town

Leikirnir fjórir á þessari leiktíð:
Liverpool 4-1 Norwich City
Southampton 1-2 Liverpool
Liverpool 3-1 Arsenal
Burnley 0-3 Liverpool
Liverpool 3-1 Newcastle United


Tengdar fréttir

Þægilegt hjá Liverpool á Anfield

Liverpool vann öruggan 3-1 sigur á Newcastle United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur nú unnið 14 deildarleiki í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.