Enski boltinn

Jón Daði spilaði allan leikinn í 2-0 tapi Millwall

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Daði í leik Íslands og Tyrklands.
Jón Daði í leik Íslands og Tyrklands. Vísir/Getty
Jón Daði hefur lítið fengið að spreyta sig það sem af er tímabili en hann lék allan leikinn sem fremsti maður hjá Millwall í dag. Því miður fékk hann litla hjálp frá samherjum sínum og lauk leiknum með 2-0 sigri Blackburn á hinum fræga Ewood Park leikvangi.

Millwall er í 15. sæti með níu stig þegar sjö umferðum er lokið.

Þá töpuðu toppliðin, Swansea City og Charlton Athletic, bæði á heimavelli með einu marki gegn engu. Líkt og svo oft áður en er enska B-deildin óútreiknanleg  en fyrrum Íslendingalið Stoke City situr á botni deildarinnar með aðeins eitt stig en liðið tapaði 2-1 fyrir Bristol City á heimavelli í dag.

Úrslit dagsins

Fulham 1-1 West Bromwich Albion

Charlton Athletic 0-1 Birmingham City

Hull City 2-2 Wigan Athletic

Middlesbrough 1-0 Reading

Preston North End 2-0 Brentford

Queens Park Rangers 3-2 Luton Town

Swansea City 0-1 Nottingham Forest




Fleiri fréttir

Sjá meira


×