Enski boltinn

Jón Daði spilaði allan leikinn í 2-0 tapi Millwall

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Daði í leik Íslands og Tyrklands.
Jón Daði í leik Íslands og Tyrklands. Vísir/Getty

Jón Daði hefur lítið fengið að spreyta sig það sem af er tímabili en hann lék allan leikinn sem fremsti maður hjá Millwall í dag. Því miður fékk hann litla hjálp frá samherjum sínum og lauk leiknum með 2-0 sigri Blackburn á hinum fræga Ewood Park leikvangi.

Millwall er í 15. sæti með níu stig þegar sjö umferðum er lokið.

Þá töpuðu toppliðin, Swansea City og Charlton Athletic, bæði á heimavelli með einu marki gegn engu. Líkt og svo oft áður en er enska B-deildin óútreiknanleg  en fyrrum Íslendingalið Stoke City situr á botni deildarinnar með aðeins eitt stig en liðið tapaði 2-1 fyrir Bristol City á heimavelli í dag.

Úrslit dagsins
Fulham 1-1 West Bromwich Albion
Charlton Athletic 0-1 Birmingham City
Hull City 2-2 Wigan Athletic
Middlesbrough 1-0 Reading
Preston North End 2-0 Brentford
Queens Park Rangers 3-2 Luton Town
Swansea City 0-1 Nottingham ForestAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.