Enski boltinn

Arsenal vann dramatískan sigur á Man Utd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Danielle van de Donk reyndist hetja Arsenal í kvöld
Danielle van de Donk reyndist hetja Arsenal í kvöld vísir/getty

Það var stórleikur í enska boltanum í kvöld þegar kvennalið Man Utd og Arsenal mættust í 2.umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Arsenal er ríkjandi meistari á meðan Man Utd er nýliði í efstu deild. Þó enginn venjulegur nýliði þar sem Man Utd setti kvennalið á laggirnar í fyrra; rúllaði upp ensku B-deildinni og hefur á að skipa sterku liði.

Leikurinn var enda hnífjafn en á 89.mínútu kom eina mark leiksins þegar hollenska landsliðskonan Danielle van de Donk skoraði fyrir Arsenal. 

Arsenal með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Man Utd er enn í leit að sínum fyrstu stigum í úrvalsdeildinni þar sem liðið tapaði opnunarleiknum í deildinni einnig 1-0, þá fyrir nágrönnum sínum í Man City.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.