Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2019 14:37 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon tókust á á þingi undir liðnum fundarstjórn forseta. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag.Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á samráðsfund um fyrirhugaðar endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu klukkan þrjú í dag. Á sama tíma stóð til að ræða tekjuskatt og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki á Alþingi. Humgmyndir eru uppi hjá ríki og sveitarfélögum að innheimta veggjald af stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins og ræða átti þær hugmyndir við þingmenn svæðisins í dag.Vísir/VilhelmHvassyrtur Steingrímur Undir liðnum fundarstjórn forseta kváðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sér hljóðs og viðruðu óánægju með það að fundurinn í ráðuneytinu væri boðaður á sama tíma og þingfundur stæði yfir. Þar á meðal var Þorgerður Katrín. Til snarpra orðaskipta kom á milli hennar og Steingríms sem stýrði þingfundi.„Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu við og af virðingu við Alþingi Íslendinga?,“ sagði Þorgerður Katrín og var heitt í hamsi. „Það er boðaður fundur á eftir uppi í ráðuneyti sem gengur út á það að hækka skatta á Suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn Suðvesturhornsins frá þinginu á meðan?“Þá tók Steingrímur til máls og mæltist til þessað skattamál yrðu rædd þegar þau væru á dagskrá þingsins, sem væri á eftir.„Af hverju er ekki færi á að ræða þau?“ skaut þá Þorgerður Katrín inn í ræðu Steingríms.„Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta,“ svaraði Steingrímur.„Ég vil fá það skriflegt,“ sagði Þorgerður Katrín þá áður en Steingrímur náði orðinu aftur, nokkuð hvassyrtur.„Forseti stendur ekki orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur.„Það er málfrelsi hér í þinginu,“ skaut Þorgerður Katrín inn í áður en Steingrímur svaraði með orðunum „Ekki í frammíköllum við forseta.“Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata.Vísir/VilhelmFundinum að lokum frestað Næst tók til máls Halldóra Mogensem þingmaður Pírata, sem sagðist vera hissa á framkomu Steingríms. „Ég verð að viðurkenna að það fýkur dálítið í mig þegar ég sé forseta koma svona fram. Það er ítrekað verið að segja okkur hvernig og hvar við megum tjá okkur í þessum þingsal og það er óþolandi. Ég er þá búin að koma því frá,“ sagði Halldóra og óskaði eftir því að þingfundi yrði frestað svo þingmenn gætu farið á samráðsfund samgönguráðherra. Steingrímur svaraði Halldóru með því að taka undir gagnrýni þingmanna á tímasetningu samráðsfundarins og sagði „ómögulegt að ráðuneyti boði stóran hluta þingmanna á fund á þingfundartíma“ og við það myndi hann gera athugasemdir. Að lokum kom fram í máli Steingríms að hann hefði farið fram á það að þeim boðum yrði komið á framfæri við samgönguráðuneytið að fresta ætti samráðsfundinum, sem hefjast átti klukkan þrjú. Alþingi Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag.Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á samráðsfund um fyrirhugaðar endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu klukkan þrjú í dag. Á sama tíma stóð til að ræða tekjuskatt og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki á Alþingi. Humgmyndir eru uppi hjá ríki og sveitarfélögum að innheimta veggjald af stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins og ræða átti þær hugmyndir við þingmenn svæðisins í dag.Vísir/VilhelmHvassyrtur Steingrímur Undir liðnum fundarstjórn forseta kváðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sér hljóðs og viðruðu óánægju með það að fundurinn í ráðuneytinu væri boðaður á sama tíma og þingfundur stæði yfir. Þar á meðal var Þorgerður Katrín. Til snarpra orðaskipta kom á milli hennar og Steingríms sem stýrði þingfundi.„Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu við og af virðingu við Alþingi Íslendinga?,“ sagði Þorgerður Katrín og var heitt í hamsi. „Það er boðaður fundur á eftir uppi í ráðuneyti sem gengur út á það að hækka skatta á Suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn Suðvesturhornsins frá þinginu á meðan?“Þá tók Steingrímur til máls og mæltist til þessað skattamál yrðu rædd þegar þau væru á dagskrá þingsins, sem væri á eftir.„Af hverju er ekki færi á að ræða þau?“ skaut þá Þorgerður Katrín inn í ræðu Steingríms.„Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta,“ svaraði Steingrímur.„Ég vil fá það skriflegt,“ sagði Þorgerður Katrín þá áður en Steingrímur náði orðinu aftur, nokkuð hvassyrtur.„Forseti stendur ekki orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur.„Það er málfrelsi hér í þinginu,“ skaut Þorgerður Katrín inn í áður en Steingrímur svaraði með orðunum „Ekki í frammíköllum við forseta.“Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata.Vísir/VilhelmFundinum að lokum frestað Næst tók til máls Halldóra Mogensem þingmaður Pírata, sem sagðist vera hissa á framkomu Steingríms. „Ég verð að viðurkenna að það fýkur dálítið í mig þegar ég sé forseta koma svona fram. Það er ítrekað verið að segja okkur hvernig og hvar við megum tjá okkur í þessum þingsal og það er óþolandi. Ég er þá búin að koma því frá,“ sagði Halldóra og óskaði eftir því að þingfundi yrði frestað svo þingmenn gætu farið á samráðsfund samgönguráðherra. Steingrímur svaraði Halldóru með því að taka undir gagnrýni þingmanna á tímasetningu samráðsfundarins og sagði „ómögulegt að ráðuneyti boði stóran hluta þingmanna á fund á þingfundartíma“ og við það myndi hann gera athugasemdir. Að lokum kom fram í máli Steingríms að hann hefði farið fram á það að þeim boðum yrði komið á framfæri við samgönguráðuneytið að fresta ætti samráðsfundinum, sem hefjast átti klukkan þrjú.
Alþingi Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38