Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. september 2019 17:38 Veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins koma verst niður á tekjulágum að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann efast um að bíleigendur eigi eftir að samþykkja svo íþyngjandi álögur. Umræðan um þunga umferð innan höfuðborgarsvæðisins hefur verið hávær síðustu daga og vikur sem ríki og sveitarfélögin á svæðinu leita leiða til þess að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær, fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna, framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á svæðinu. Gert er ráð fyrir að 125 milljarðar verði settir í hinar ýmsu framkvæmdir til ársins 2033 að viðbættu framlagi ríkisins úr samgönguáætlun. Framkvæmdir sem eru nefndar eru mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Miklubraut og Sæbraut í stokk en þyngst vega framkvæmdir við fyrirhugaða borgarlínu sem áætlað er að hefjist 2021.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur„Fólk hefur ekki efni á þessu“ Gert er ráð fyrir því að helmingur fjármagnsins sem leggja á í framkvæmdirnar, eða 60 milljarðar, verði innheimt með veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að komi til með að koma verst niður á þeim tekjulægstu. En tölur sem hafa verið nefndar eru á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð. „Þetta gætu verið auknar álögur um allt að 400 þúsund krónur á ári fyrir margar fjölskyldur hérna á höfuðborgarsvæðinu og þetta myndi leggjast þyngst á þá sem eru á jaðrinum á byggðinni. Fyrir fólk sem er í stórum tekjum þá skiptir þetta litlu máli en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum eru þetta verulegar fjárhæðir. Þetta eru tvö mánaðarlaun yfir eitt ár. Þú getur rétt ímyndað þér - fólk hefur ekki efni á þessu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir í samtali við fréttastofu að búið sé að kynna metnaðarfull markmið um uppbyggingu á samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Engar tölur hafi verið ákveðnar og þá eigi alveg eftir að útfæra hugmyndirnar.Skiptar skoðanir eru á milli ökumanna um gjaldtöku á stofnbrautumVísir/Stöð 2Ekki allir tilbúnir til þess að greiða gjald á stofnbrautum Bíleigendur eru hins vegar ekki allir tilbúnir til þess að greiða veggjöld á helstu stofnleiðum innan svæðisins. „Við erum búin að borga okkar skatta í veggjöld nú þegar“ segir Þorvaldur Stefánsson.Ertu til í að greiða einhverja ákveðna upphæð fyrir að keyra Ártúnsbrekku í hvert og eitt skipti? „Nei ég er ekki til í það,“ segir Þorvaldur. „Ég hélt að við borguðum nóg í bensíninu okkar og í öðrum gjöldum en það virðist vera notað í eitthvað annað held ég,“ segir Ægir Kópsson. „Ég held að það sé bara allt í góðu ef að við hættum að eyða hálfum deginum á stofnbrautunum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Einar Jóhann Stefánsson.Telur þú að þetta sé ekki aukin skattbyrgði á heimilin? „Að sjálfsögðu er það en hvað eigum við að gera?,“ segir Einar. Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins koma verst niður á tekjulágum að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann efast um að bíleigendur eigi eftir að samþykkja svo íþyngjandi álögur. Umræðan um þunga umferð innan höfuðborgarsvæðisins hefur verið hávær síðustu daga og vikur sem ríki og sveitarfélögin á svæðinu leita leiða til þess að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær, fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna, framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á svæðinu. Gert er ráð fyrir að 125 milljarðar verði settir í hinar ýmsu framkvæmdir til ársins 2033 að viðbættu framlagi ríkisins úr samgönguáætlun. Framkvæmdir sem eru nefndar eru mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Miklubraut og Sæbraut í stokk en þyngst vega framkvæmdir við fyrirhugaða borgarlínu sem áætlað er að hefjist 2021.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur„Fólk hefur ekki efni á þessu“ Gert er ráð fyrir því að helmingur fjármagnsins sem leggja á í framkvæmdirnar, eða 60 milljarðar, verði innheimt með veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að komi til með að koma verst niður á þeim tekjulægstu. En tölur sem hafa verið nefndar eru á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð. „Þetta gætu verið auknar álögur um allt að 400 þúsund krónur á ári fyrir margar fjölskyldur hérna á höfuðborgarsvæðinu og þetta myndi leggjast þyngst á þá sem eru á jaðrinum á byggðinni. Fyrir fólk sem er í stórum tekjum þá skiptir þetta litlu máli en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum eru þetta verulegar fjárhæðir. Þetta eru tvö mánaðarlaun yfir eitt ár. Þú getur rétt ímyndað þér - fólk hefur ekki efni á þessu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir í samtali við fréttastofu að búið sé að kynna metnaðarfull markmið um uppbyggingu á samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Engar tölur hafi verið ákveðnar og þá eigi alveg eftir að útfæra hugmyndirnar.Skiptar skoðanir eru á milli ökumanna um gjaldtöku á stofnbrautumVísir/Stöð 2Ekki allir tilbúnir til þess að greiða gjald á stofnbrautum Bíleigendur eru hins vegar ekki allir tilbúnir til þess að greiða veggjöld á helstu stofnleiðum innan svæðisins. „Við erum búin að borga okkar skatta í veggjöld nú þegar“ segir Þorvaldur Stefánsson.Ertu til í að greiða einhverja ákveðna upphæð fyrir að keyra Ártúnsbrekku í hvert og eitt skipti? „Nei ég er ekki til í það,“ segir Þorvaldur. „Ég hélt að við borguðum nóg í bensíninu okkar og í öðrum gjöldum en það virðist vera notað í eitthvað annað held ég,“ segir Ægir Kópsson. „Ég held að það sé bara allt í góðu ef að við hættum að eyða hálfum deginum á stofnbrautunum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Einar Jóhann Stefánsson.Telur þú að þetta sé ekki aukin skattbyrgði á heimilin? „Að sjálfsögðu er það en hvað eigum við að gera?,“ segir Einar.
Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25