Enski boltinn

Mikilvægara að þróa liðið en vinna titil

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ungir og efnilegir er stefna Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United
Ungir og efnilegir er stefna Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United vísir/getty
Þróun Manchester United sem liðs undir stjórn Ole Gunnar Solskjær er mikilvægari heldur en að reyna að ná í titla. Þetta segir knattspyrnusérfræðingurinn og fyrrum United maðurinn Gary Neville.Neville er sparksérfræðingur hjá Sky Sports og sagði hann í uppgjörsþætti stöðvarinnar hversu mikilvægt það er fyrir United að þróast í rétta átt.United byrjaði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni af krafti með 4-0 sigri á Chelsea en hefur síðan tapað fyrir Crystal Palace, gert jafntefli við Wolves og Southampton og svo vann liðið Leicester í síðustu umferð.„Það eina við þetta United lið í ár er að þeir eru allir að reyna að horfa í rétta átt,“ sagði fyrrum bakvörðurinn.„Ég fagna því hvað United gerði í sumar. Það lítur út fyrir að þeir séu komnir aftur með plan á félagsskiptamarkaðnum, plan um að kaupa unga og efnilega breska leikmenn, koma með leikmenn upp úr akademíunni og bera kennsl á erlendar stjörnur.“„Mér finnst United hafa tekið skref aftur á bak en samt í rétta átt til þess að geta farið áfram. Það er komið nóg af því að fá inn 30 ára gamla leikmenn sem passa ekki inn í leikkerfið.“Eftir sex, sjö ár af lélegri stefnu í leikmannamálum segir Neville það ómögulegt fyrir United að fara allt í einu að berjast um Englandsmeistaratitilinn.„Eitt af efstu fjórum sætunum væri mjög ásættanlegur árangur. Það er staðan sem Manchester United er í.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.