Tæp 10% grunnskólabarna telja sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 20:30 Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á.Móðir ungrar stúlku steig fram á samfélagsmiðlum í gær og greindi frá grófu einelti sem dóttir hennar hefur orðið fyrir á samfélagsmiðlum. Stúlkan er í sjötta bekk en eineltið átti sér stað í gegnum samskiptamiðilinn TikTok sem nýtur mikilla vinsælda á meðal grunnskólanema um allan heim. Með forritinu er hægt að búa til stutt myndskeið og notað myndbrellur sem og sent skilaboð til annarra. Í þessu tilfelli var búinn til aðgangur í nafni stúlkunnar með mynd af henni þar sem farið var niðrandi orðum um hana og aðrir hvattir til þess að taka undir. Eins saklaus og sími getur verið, getur hann verið stórhættulegur sé ekki varlega farið. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til þess að skoða síma barna sinna og kanna hvað þau eru að gera.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/BaldurFramkvæmdastjóri Heimils og skóla segir börn sem verða fyrir slíku einelti í erfiðri stöðu. „Þau upplifa sig kannski ein og þora ekki að segja frá og halda þessu leyndu jafnvel fyrir sínum nánustu af ýmsum ástæðum. Vilja kannski ekki valda áhyggjum, skammast sín fyrir það eða ætla jafnvel að leysa úr því sjálf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna segir áríðandi að þeir sem viti að neteinelti eigi sér stað tilkynni um það strax. Í nýrri rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema, sem unnin er meðal annars af Menntavísindasviði Háskóla Íslands kemur fram að 9,8% nemenda í sjötta, áttunda og tíundabekk grunnskóla á Íslandi telja sig hafa orðið fyrir neteinelti á síðasta ári. Rannsóknin er unnin í yfir fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti með styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og hefur Ísland tekið þátt frá árinu 2006. Í meistararitgerð Katrínar Hallgrímsdóttur, sem unnin var með Vöndu Sigurgeirsdóttur og Ársæli Arnarsyni, um hvar rafrænt einelti á sér stað, kemur fram að 47,4% þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir rafrænu einelti urðu fyrir því eingöngu í skólanum eða í skólanum og utan hans. Því eigi orðræðan um að rafrænt einelti eigi sér eingöngu stað utan skólatíma ekki lengur við. Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á.Móðir ungrar stúlku steig fram á samfélagsmiðlum í gær og greindi frá grófu einelti sem dóttir hennar hefur orðið fyrir á samfélagsmiðlum. Stúlkan er í sjötta bekk en eineltið átti sér stað í gegnum samskiptamiðilinn TikTok sem nýtur mikilla vinsælda á meðal grunnskólanema um allan heim. Með forritinu er hægt að búa til stutt myndskeið og notað myndbrellur sem og sent skilaboð til annarra. Í þessu tilfelli var búinn til aðgangur í nafni stúlkunnar með mynd af henni þar sem farið var niðrandi orðum um hana og aðrir hvattir til þess að taka undir. Eins saklaus og sími getur verið, getur hann verið stórhættulegur sé ekki varlega farið. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til þess að skoða síma barna sinna og kanna hvað þau eru að gera.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/BaldurFramkvæmdastjóri Heimils og skóla segir börn sem verða fyrir slíku einelti í erfiðri stöðu. „Þau upplifa sig kannski ein og þora ekki að segja frá og halda þessu leyndu jafnvel fyrir sínum nánustu af ýmsum ástæðum. Vilja kannski ekki valda áhyggjum, skammast sín fyrir það eða ætla jafnvel að leysa úr því sjálf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna segir áríðandi að þeir sem viti að neteinelti eigi sér stað tilkynni um það strax. Í nýrri rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema, sem unnin er meðal annars af Menntavísindasviði Háskóla Íslands kemur fram að 9,8% nemenda í sjötta, áttunda og tíundabekk grunnskóla á Íslandi telja sig hafa orðið fyrir neteinelti á síðasta ári. Rannsóknin er unnin í yfir fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti með styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og hefur Ísland tekið þátt frá árinu 2006. Í meistararitgerð Katrínar Hallgrímsdóttur, sem unnin var með Vöndu Sigurgeirsdóttur og Ársæli Arnarsyni, um hvar rafrænt einelti á sér stað, kemur fram að 47,4% þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir rafrænu einelti urðu fyrir því eingöngu í skólanum eða í skólanum og utan hans. Því eigi orðræðan um að rafrænt einelti eigi sér eingöngu stað utan skólatíma ekki lengur við.
Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30
Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00