Tæp 10% grunnskólabarna telja sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 20:30 Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á.Móðir ungrar stúlku steig fram á samfélagsmiðlum í gær og greindi frá grófu einelti sem dóttir hennar hefur orðið fyrir á samfélagsmiðlum. Stúlkan er í sjötta bekk en eineltið átti sér stað í gegnum samskiptamiðilinn TikTok sem nýtur mikilla vinsælda á meðal grunnskólanema um allan heim. Með forritinu er hægt að búa til stutt myndskeið og notað myndbrellur sem og sent skilaboð til annarra. Í þessu tilfelli var búinn til aðgangur í nafni stúlkunnar með mynd af henni þar sem farið var niðrandi orðum um hana og aðrir hvattir til þess að taka undir. Eins saklaus og sími getur verið, getur hann verið stórhættulegur sé ekki varlega farið. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til þess að skoða síma barna sinna og kanna hvað þau eru að gera.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/BaldurFramkvæmdastjóri Heimils og skóla segir börn sem verða fyrir slíku einelti í erfiðri stöðu. „Þau upplifa sig kannski ein og þora ekki að segja frá og halda þessu leyndu jafnvel fyrir sínum nánustu af ýmsum ástæðum. Vilja kannski ekki valda áhyggjum, skammast sín fyrir það eða ætla jafnvel að leysa úr því sjálf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna segir áríðandi að þeir sem viti að neteinelti eigi sér stað tilkynni um það strax. Í nýrri rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema, sem unnin er meðal annars af Menntavísindasviði Háskóla Íslands kemur fram að 9,8% nemenda í sjötta, áttunda og tíundabekk grunnskóla á Íslandi telja sig hafa orðið fyrir neteinelti á síðasta ári. Rannsóknin er unnin í yfir fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti með styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og hefur Ísland tekið þátt frá árinu 2006. Í meistararitgerð Katrínar Hallgrímsdóttur, sem unnin var með Vöndu Sigurgeirsdóttur og Ársæli Arnarsyni, um hvar rafrænt einelti á sér stað, kemur fram að 47,4% þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir rafrænu einelti urðu fyrir því eingöngu í skólanum eða í skólanum og utan hans. Því eigi orðræðan um að rafrænt einelti eigi sér eingöngu stað utan skólatíma ekki lengur við. Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á.Móðir ungrar stúlku steig fram á samfélagsmiðlum í gær og greindi frá grófu einelti sem dóttir hennar hefur orðið fyrir á samfélagsmiðlum. Stúlkan er í sjötta bekk en eineltið átti sér stað í gegnum samskiptamiðilinn TikTok sem nýtur mikilla vinsælda á meðal grunnskólanema um allan heim. Með forritinu er hægt að búa til stutt myndskeið og notað myndbrellur sem og sent skilaboð til annarra. Í þessu tilfelli var búinn til aðgangur í nafni stúlkunnar með mynd af henni þar sem farið var niðrandi orðum um hana og aðrir hvattir til þess að taka undir. Eins saklaus og sími getur verið, getur hann verið stórhættulegur sé ekki varlega farið. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til þess að skoða síma barna sinna og kanna hvað þau eru að gera.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/BaldurFramkvæmdastjóri Heimils og skóla segir börn sem verða fyrir slíku einelti í erfiðri stöðu. „Þau upplifa sig kannski ein og þora ekki að segja frá og halda þessu leyndu jafnvel fyrir sínum nánustu af ýmsum ástæðum. Vilja kannski ekki valda áhyggjum, skammast sín fyrir það eða ætla jafnvel að leysa úr því sjálf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna segir áríðandi að þeir sem viti að neteinelti eigi sér stað tilkynni um það strax. Í nýrri rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema, sem unnin er meðal annars af Menntavísindasviði Háskóla Íslands kemur fram að 9,8% nemenda í sjötta, áttunda og tíundabekk grunnskóla á Íslandi telja sig hafa orðið fyrir neteinelti á síðasta ári. Rannsóknin er unnin í yfir fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti með styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og hefur Ísland tekið þátt frá árinu 2006. Í meistararitgerð Katrínar Hallgrímsdóttur, sem unnin var með Vöndu Sigurgeirsdóttur og Ársæli Arnarsyni, um hvar rafrænt einelti á sér stað, kemur fram að 47,4% þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir rafrænu einelti urðu fyrir því eingöngu í skólanum eða í skólanum og utan hans. Því eigi orðræðan um að rafrænt einelti eigi sér eingöngu stað utan skólatíma ekki lengur við.
Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30
Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00