Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Þorlákur Helgi Helgason skrifar 10. september 2019 07:00 Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? Við höfum beitt okkur fyrir því að skólar geti stuðst við Olweusaráætlunina gegn einelti. Hún er byggð á áratuga reynslu á Íslandi allt frá því að við hófum innleiðingu hennar árið 2002. Mikil þekking hefur safnast fyrir í þeim skólum sem fylgja áætluninni. Og reyndar hefur þekkingin og færnin flust milli skóla með starfsfólki sem hefur verið þátttakendur í áætluninni. Frá byrjun hafa um eitt hundrað skólar innleitt Olweusaráætlunina að hluta eða í heild. Einelti teygir anga sína um allt samfélag okkar. Einnig til skólanna. Sérhver skóli á að styðjast við eineltisáætlun. Það er nauðsynlegt að rækta starfið gegn einelti alla daga með öllum ráðum sem eru talin bera árangur. Við vitum hvað það er sem skiptir mestu máli – ef verið er að tryggja nemendum öryggi og vellíðan. Langvarandi slæmt einelti hefur afgerandi áhrif á börn og unglinga. Það eltir viðkomandi um ókomin ár ef það tekur sér bólfestu í sálinni. Sá sem beitir sér fyrir því að barn sé lagt í einelti veit innst inni að það skaðar þann sem verður fyrir. Olweusaráætlunin nær til allra þátta skólastarfs. Er hluti af heild þar sem þátttakendur eru börnin í skólanum, starfsfólks skólans, foreldrar – og teygir anga sína um allt skólasamfélagið. Við viljum nefnilega að sömu reglur gildi í félags- og tómstundastarfi og eru í skólanum. Olweusaráætlunin er eins konar umgjörð um nemandann. Barninu á að líða vel í skólanum og við viljum beita áhrifaríkustu aðferðum til að svo megi verða. Í upphafi skólaárs er fyrir mestu að skólasamfélagið sameinist um að efla velferð nemandans. Við viljum vera með á þeirri velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Sjá meira
Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? Við höfum beitt okkur fyrir því að skólar geti stuðst við Olweusaráætlunina gegn einelti. Hún er byggð á áratuga reynslu á Íslandi allt frá því að við hófum innleiðingu hennar árið 2002. Mikil þekking hefur safnast fyrir í þeim skólum sem fylgja áætluninni. Og reyndar hefur þekkingin og færnin flust milli skóla með starfsfólki sem hefur verið þátttakendur í áætluninni. Frá byrjun hafa um eitt hundrað skólar innleitt Olweusaráætlunina að hluta eða í heild. Einelti teygir anga sína um allt samfélag okkar. Einnig til skólanna. Sérhver skóli á að styðjast við eineltisáætlun. Það er nauðsynlegt að rækta starfið gegn einelti alla daga með öllum ráðum sem eru talin bera árangur. Við vitum hvað það er sem skiptir mestu máli – ef verið er að tryggja nemendum öryggi og vellíðan. Langvarandi slæmt einelti hefur afgerandi áhrif á börn og unglinga. Það eltir viðkomandi um ókomin ár ef það tekur sér bólfestu í sálinni. Sá sem beitir sér fyrir því að barn sé lagt í einelti veit innst inni að það skaðar þann sem verður fyrir. Olweusaráætlunin nær til allra þátta skólastarfs. Er hluti af heild þar sem þátttakendur eru börnin í skólanum, starfsfólks skólans, foreldrar – og teygir anga sína um allt skólasamfélagið. Við viljum nefnilega að sömu reglur gildi í félags- og tómstundastarfi og eru í skólanum. Olweusaráætlunin er eins konar umgjörð um nemandann. Barninu á að líða vel í skólanum og við viljum beita áhrifaríkustu aðferðum til að svo megi verða. Í upphafi skólaárs er fyrir mestu að skólasamfélagið sameinist um að efla velferð nemandans. Við viljum vera með á þeirri velferð.
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun