Innlent

Frum­varp myndi leyfa sölu á á­fengi í net­verslunum

Eiður Þór Árnason skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, áætlar að leggja fram frumvarpið í mars á næsta ári.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, áætlar að leggja fram frumvarpið í mars á næsta ári. Vísir/Vilhelm

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram breytingar á áfengislögum sem leyfi sölu á áfengi í netverslunum hér á landi.

Í lagabreytingafrumvarpinu, sem ríkisstjórnin áætlar að leggja fram á Alþingi í mars á næsta ári, er einnig lagt til að áfengisframleiðendum verði gert heimilt að selja vörur sínar á framleiðslustað. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þing og greindi RÚV fyrst frá.

Verði frumvarpið að lögum yrði öðrum söluaðilum en Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins heimilt að selja áfengi í gegnum vefverslanir og myndi það því fela í sér að einkaleyfi ríkisins á áfengissölu hér á landi yrði afnumið, er fram kemur í frétt RÚV.

Samkvæmt núgildandi lögum er þó heimilt að kaupa áfengi í gegnum erlendar vefverslanir og er neytendum þá gert að greiða áfengisgjald og virðisaukaskatt. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.