Íslenski markvörðurinn hjá Brentford fékk stöðuhækkun og mikið hrós frá stjóra sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 08:00 Patrik Sigurður Gunnarsson. Getty/Ker Robertson Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn upp í aðallið Brentford en B-deildarfélagið tilkynnti þetta sérstaklega í frétt á heimasíðu sinni í gær. Patrik Sigurður fagnar þessu með því að drífa sig heim til Íslands til að taka þátt í verkefni með 21 árs landsliðinu en þessi efnilegi markvörður gæti spilað í þrjú ár til viðbótar með því. Patrik hefur verið leikmaður varaliðs Brenford frá því að hann kom til félagsins fyrir rúmu ári en á sama tíma hefur hann stigið fyrstu skrefin sín með íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði líka fyrsta leikinn með 17 ára landsliðinu þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Patrik er enn aðeins átján ára gamall en hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Breiðabliki. Patrik var í láni hjá ÍR í B-deildinni sumarið 2018 áður en hann fór út til Brentford. Patrik spilaði sinn fyrsta leik í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð þegar hann kom inná sem varamaður á móti Middlesbrough í mars en var að auki sem varamaður í sex öðrum leikjum í deildinni á síðustu leiktíð.Head Coach Thomas Frank reacts to @patrikgunnars' promotion#BrentfordFCpic.twitter.com/assiY0uqse — Brentford FC (@BrentfordFC) September 1, 2019 Nú er hins vegar komið að því að taka stóra skrefið upp í aðalliðið hjá Brentford og hefur Patrik þar með fengið flotta stöðuhækkun og það eftir aðeins nokkrar vikur af tímabilinu. Þjálfari Brentford liðsins, Daninn Thomas Frank, er ánægður með íslenska markvörðinn og hrósaði honum í fréttinni á heimasíðunni hjá Brentford. „Patrik er ungur leikmaður sem við höfum miklar mætur á. Hann á frábæra framtíð fyrir höndum og er verðandi aðalmarkvörður Brentford ef hann heldur áfram á sömu braut. Hugarfar og viðhorf Patriks er ótrúlegt. Vinnusemi hans og ástríða fyrir því að bæta sig er eitthvað sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hann er líka þegar hátt metinn í klefanum meðal leikmanna aðalliðsins,“ sagði Thomas Frank en Patrik er kallaður Pat hjá Brentford. Patrik er í hópi 21 árs landsliðsins fyrir leikina gegn Lúxemborg og Armeníu sem fara báðir fram á Víkingsvelli á næstunni. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi Patrik sem einn af þremur markvörðum liðsins en hinir eru Daði Freyr Arnarsson hjá FH og Elías Rafn Ólafsson hjá Aarhus Fremad. Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn upp í aðallið Brentford en B-deildarfélagið tilkynnti þetta sérstaklega í frétt á heimasíðu sinni í gær. Patrik Sigurður fagnar þessu með því að drífa sig heim til Íslands til að taka þátt í verkefni með 21 árs landsliðinu en þessi efnilegi markvörður gæti spilað í þrjú ár til viðbótar með því. Patrik hefur verið leikmaður varaliðs Brenford frá því að hann kom til félagsins fyrir rúmu ári en á sama tíma hefur hann stigið fyrstu skrefin sín með íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði líka fyrsta leikinn með 17 ára landsliðinu þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Patrik er enn aðeins átján ára gamall en hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Breiðabliki. Patrik var í láni hjá ÍR í B-deildinni sumarið 2018 áður en hann fór út til Brentford. Patrik spilaði sinn fyrsta leik í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð þegar hann kom inná sem varamaður á móti Middlesbrough í mars en var að auki sem varamaður í sex öðrum leikjum í deildinni á síðustu leiktíð.Head Coach Thomas Frank reacts to @patrikgunnars' promotion#BrentfordFCpic.twitter.com/assiY0uqse — Brentford FC (@BrentfordFC) September 1, 2019 Nú er hins vegar komið að því að taka stóra skrefið upp í aðalliðið hjá Brentford og hefur Patrik þar með fengið flotta stöðuhækkun og það eftir aðeins nokkrar vikur af tímabilinu. Þjálfari Brentford liðsins, Daninn Thomas Frank, er ánægður með íslenska markvörðinn og hrósaði honum í fréttinni á heimasíðunni hjá Brentford. „Patrik er ungur leikmaður sem við höfum miklar mætur á. Hann á frábæra framtíð fyrir höndum og er verðandi aðalmarkvörður Brentford ef hann heldur áfram á sömu braut. Hugarfar og viðhorf Patriks er ótrúlegt. Vinnusemi hans og ástríða fyrir því að bæta sig er eitthvað sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hann er líka þegar hátt metinn í klefanum meðal leikmanna aðalliðsins,“ sagði Thomas Frank en Patrik er kallaður Pat hjá Brentford. Patrik er í hópi 21 árs landsliðsins fyrir leikina gegn Lúxemborg og Armeníu sem fara báðir fram á Víkingsvelli á næstunni. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi Patrik sem einn af þremur markvörðum liðsins en hinir eru Daði Freyr Arnarsson hjá FH og Elías Rafn Ólafsson hjá Aarhus Fremad.
Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn