Íslenski markvörðurinn hjá Brentford fékk stöðuhækkun og mikið hrós frá stjóra sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 08:00 Patrik Sigurður Gunnarsson. Getty/Ker Robertson Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn upp í aðallið Brentford en B-deildarfélagið tilkynnti þetta sérstaklega í frétt á heimasíðu sinni í gær. Patrik Sigurður fagnar þessu með því að drífa sig heim til Íslands til að taka þátt í verkefni með 21 árs landsliðinu en þessi efnilegi markvörður gæti spilað í þrjú ár til viðbótar með því. Patrik hefur verið leikmaður varaliðs Brenford frá því að hann kom til félagsins fyrir rúmu ári en á sama tíma hefur hann stigið fyrstu skrefin sín með íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði líka fyrsta leikinn með 17 ára landsliðinu þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Patrik er enn aðeins átján ára gamall en hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Breiðabliki. Patrik var í láni hjá ÍR í B-deildinni sumarið 2018 áður en hann fór út til Brentford. Patrik spilaði sinn fyrsta leik í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð þegar hann kom inná sem varamaður á móti Middlesbrough í mars en var að auki sem varamaður í sex öðrum leikjum í deildinni á síðustu leiktíð.Head Coach Thomas Frank reacts to @patrikgunnars' promotion#BrentfordFCpic.twitter.com/assiY0uqse — Brentford FC (@BrentfordFC) September 1, 2019 Nú er hins vegar komið að því að taka stóra skrefið upp í aðalliðið hjá Brentford og hefur Patrik þar með fengið flotta stöðuhækkun og það eftir aðeins nokkrar vikur af tímabilinu. Þjálfari Brentford liðsins, Daninn Thomas Frank, er ánægður með íslenska markvörðinn og hrósaði honum í fréttinni á heimasíðunni hjá Brentford. „Patrik er ungur leikmaður sem við höfum miklar mætur á. Hann á frábæra framtíð fyrir höndum og er verðandi aðalmarkvörður Brentford ef hann heldur áfram á sömu braut. Hugarfar og viðhorf Patriks er ótrúlegt. Vinnusemi hans og ástríða fyrir því að bæta sig er eitthvað sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hann er líka þegar hátt metinn í klefanum meðal leikmanna aðalliðsins,“ sagði Thomas Frank en Patrik er kallaður Pat hjá Brentford. Patrik er í hópi 21 árs landsliðsins fyrir leikina gegn Lúxemborg og Armeníu sem fara báðir fram á Víkingsvelli á næstunni. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi Patrik sem einn af þremur markvörðum liðsins en hinir eru Daði Freyr Arnarsson hjá FH og Elías Rafn Ólafsson hjá Aarhus Fremad. Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira
Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn upp í aðallið Brentford en B-deildarfélagið tilkynnti þetta sérstaklega í frétt á heimasíðu sinni í gær. Patrik Sigurður fagnar þessu með því að drífa sig heim til Íslands til að taka þátt í verkefni með 21 árs landsliðinu en þessi efnilegi markvörður gæti spilað í þrjú ár til viðbótar með því. Patrik hefur verið leikmaður varaliðs Brenford frá því að hann kom til félagsins fyrir rúmu ári en á sama tíma hefur hann stigið fyrstu skrefin sín með íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði líka fyrsta leikinn með 17 ára landsliðinu þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Patrik er enn aðeins átján ára gamall en hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Breiðabliki. Patrik var í láni hjá ÍR í B-deildinni sumarið 2018 áður en hann fór út til Brentford. Patrik spilaði sinn fyrsta leik í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð þegar hann kom inná sem varamaður á móti Middlesbrough í mars en var að auki sem varamaður í sex öðrum leikjum í deildinni á síðustu leiktíð.Head Coach Thomas Frank reacts to @patrikgunnars' promotion#BrentfordFCpic.twitter.com/assiY0uqse — Brentford FC (@BrentfordFC) September 1, 2019 Nú er hins vegar komið að því að taka stóra skrefið upp í aðalliðið hjá Brentford og hefur Patrik þar með fengið flotta stöðuhækkun og það eftir aðeins nokkrar vikur af tímabilinu. Þjálfari Brentford liðsins, Daninn Thomas Frank, er ánægður með íslenska markvörðinn og hrósaði honum í fréttinni á heimasíðunni hjá Brentford. „Patrik er ungur leikmaður sem við höfum miklar mætur á. Hann á frábæra framtíð fyrir höndum og er verðandi aðalmarkvörður Brentford ef hann heldur áfram á sömu braut. Hugarfar og viðhorf Patriks er ótrúlegt. Vinnusemi hans og ástríða fyrir því að bæta sig er eitthvað sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hann er líka þegar hátt metinn í klefanum meðal leikmanna aðalliðsins,“ sagði Thomas Frank en Patrik er kallaður Pat hjá Brentford. Patrik er í hópi 21 árs landsliðsins fyrir leikina gegn Lúxemborg og Armeníu sem fara báðir fram á Víkingsvelli á næstunni. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi Patrik sem einn af þremur markvörðum liðsins en hinir eru Daði Freyr Arnarsson hjá FH og Elías Rafn Ólafsson hjá Aarhus Fremad.
Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira