Íslenski boltinn

Gary Martin refsar endurtekið fyrri félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Martin.
Gary Martin. Vísir/Vilhelm
Gary Martin afgreiddi gömlu félaga sína í Val með tveimur mörkum í Vestmannaeyjum í gær en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann skorar á móti gömlum liðsfélögum í Pepsi Max deildinni í sumar.

Valsmenn komust í 1-0 í leiknum en Gary Martin snéri leiknum með tveimur mörkum og bæði komu þau eftir að hann þefaði uppi mistök varnarmanna og markvarðar Valsliðsins.

Gary Martin hefur alls skorað átta mörk á tímabilinu en fimm þeirra hafa komið á móti sínum gömlu félögum.

Skagamenn komu fyrstir með Gary Martin hingað til lands og hann hefur skorað hjá ÍA í sumar bæði sem leikmaður Vals og sem leikmaður ÍBV. Það er líklega einsdæmi í efstu deild á Íslandi.

Mörk Gary Martin í Pepsi Max deildinni í sumar á móti gömlum félögum í sumar:

26. apríl - Eitt mark á móti Víkingum (Með Val)

11. maí - Eitt mark á móti ÍA (Með Val)

24. ágúst - Eitt mark á móti ÍA (Með ÍBV)

1. september - Tvö mörk á móti Val (Með ÍBV)

Samtals: 5 mörk (63%)

Mörk Gary Martin í Pepsi Max deildinni í sumar á móti félögum sem hann hefur ekki spilað með:

13. júlí - Eitt mark á móti FH

28. júlí - Eitt mark á móti Grindavík

18. ágúst - Eitt mark á móti KA

Samtals: 3 mörk (37%)




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.