Í stöðunni 4-0 eftir 61 mínútu gerðu Blikar tvöfalda skiptingu á sínu liði í leiknum gegn Fylki. Fáa grunaði hvaða áhrif það átti eftir að hafa á liðið.
Blikar misstu í kjölfarið leikinn algjörlega úr höndunum. Fengu á sig þrjú mörk og voru næstum búnir að fá fjórða markið á sig. Stöngin bjargaði þeim.
„Þarna er akkúrat breytingin í leiknum segi ég,“ segir Þorvaldur Örlygsson í Pepsi Max-mörkunum. „Það breytist liðið hjá Blikum og þeir í rauninni hætta.“
Blikinn Viktor Örn Margeirsson fékk svo umdeilt rautt spjald sem ekki voru allir sammála um hvort ætti að standa.
Sjá má umræðuna, rauða spjaldið og mörkin í innslaginu hér að neðan.
Pepsi Max-mörkin: Örlagaríkar skiptingar Blika og umdeilt rautt spjald

Tengdar fréttir

Pepsi Max mörkin: Hvers konar útbúnaður er þetta eiginlega hjá dómurunum?
Eysteinn Hrafnkelsson, aðstoðardómari leiks KR og ÍA í Pepsi Max deild karla í gær, þurfti að fá aðstoð frá varadómaranum Þorvaldi Árnasyni í miðjum leik eftir vandræði með skóbúnað sinn.

Pepsi Max-mörkin: Erfitt að vera einn þegar það gengur illa
Í gær var sýnt áhugavert innslag í Pepsi Max-mörkunum um unga leikmenn sem snéru heim nokkrum árum eftir að hafa farið út í atvinnumennsku.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 4-3 | Enn einn markaleikurinn hjá Blikum og Fylkismönnum
Þrenna Geoffrey Castillion dugði ekki til gegn Breiðabliki.

Pepsi Max-mörkin: Jóhannes Karl og Óskar Örn skiptust á skotum
Það var fast skotið í viðtölum eftir leik KR og ÍA. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gagnrýndi þá leikstíl KR-inga og Óskar Örn Hauksson KR-ingur gagnrýndi Skagamenn sömuleiðis fyrir þeirra leikstíl.
Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum
