Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Örlagaríkar skiptingar Blika og umdeilt rautt spjald

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þarna breyttist leikurinn í Kópavogi.
Þarna breyttist leikurinn í Kópavogi.

Í stöðunni 4-0 eftir 61 mínútu gerðu Blikar tvöfalda skiptingu á sínu liði í leiknum gegn Fylki. Fáa grunaði hvaða áhrif það átti eftir að hafa á liðið.

Blikar misstu í kjölfarið leikinn algjörlega úr höndunum. Fengu á sig þrjú mörk og voru næstum búnir að fá fjórða markið á sig. Stöngin bjargaði þeim.

„Þarna er akkúrat breytingin í leiknum segi ég,“ segir Þorvaldur Örlygsson í Pepsi Max-mörkunum. „Það breytist liðið hjá Blikum og þeir í rauninni hætta.“

Blikinn Viktor Örn Margeirsson fékk svo umdeilt rautt spjald sem ekki voru allir sammála um hvort ætti að standa.

Sjá má umræðuna, rauða spjaldið og mörkin í innslaginu hér að neðan.


Klippa: Pepsi Max-mörkin: Dramatík í Kópavogi


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.