Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 11:32 Þúsundir hafa fallið í loftárásum í Jemen. AP/Hani Mohammed Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eru mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen með því að útvega bandalagi Sádi-Arabíu vopn, upplýsingar og annars konar stuðning. Í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um mögulega stríðsglæpi í átökunum í Jemen, sem hafa staðið yfir í um fjögur ár, eru báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi. Annars vegar eru Sádar og bandamenn þeirra og hins vegar eru Hútar. Sádar njóta stuðnings ýmissa vestrænna ríkja og Hútar eru studdir af Íran. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna saka bandalag Sáda um að fella almenna borgara í loftárásum og um að neita borgurum um mat með vísvitandi hætti. Þar að auki hafa fylkingar Sáda verið sakaðar um pyntingar, nauðganir og morð.Sjá einnig: Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsiHútar eru meðal annars sakaðir um sprengjuárásir á borgir, að nota börn í hernaði og um að beita byggðir umsátri. Þar að auki eru þeir sakaðir um að hafa lagt jarðsprengjur. Einnig er farið út í aðkomu bakhjarla stríðandi fylkinga að mögulegum stríðsglæpum.Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að rannsakendur hafi sent Michelle Bachelet, yfirmanni mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, leynilegan lista yfir aðila sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Jemen. Þar á meðal séu embættismenn frá Sádi-Arabíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum sem hafi fyrirskipað loftárásir á almenna borgara og hafi reynt að svelta borgara.Þá segir að vopnasala Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til Sádi-Arabíu séu vafasamar og ýmis dómsmál hafi verið höfðuð vegna þeirra í þeim ríkjum. Umræddir rannsakendur voru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Skýrsla þeirra byggir á viðtölum við rúmlega 600 manns og ýmsum gögnum. Til stendur að birta skýrsluna seinna í september. Ástandið í Jemen hefur lengi þótt verulega slæmt vegna hungursneyða, faraldra og dauðsfalla almennra borgara. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Jemen Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eru mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen með því að útvega bandalagi Sádi-Arabíu vopn, upplýsingar og annars konar stuðning. Í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um mögulega stríðsglæpi í átökunum í Jemen, sem hafa staðið yfir í um fjögur ár, eru báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi. Annars vegar eru Sádar og bandamenn þeirra og hins vegar eru Hútar. Sádar njóta stuðnings ýmissa vestrænna ríkja og Hútar eru studdir af Íran. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna saka bandalag Sáda um að fella almenna borgara í loftárásum og um að neita borgurum um mat með vísvitandi hætti. Þar að auki hafa fylkingar Sáda verið sakaðar um pyntingar, nauðganir og morð.Sjá einnig: Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsiHútar eru meðal annars sakaðir um sprengjuárásir á borgir, að nota börn í hernaði og um að beita byggðir umsátri. Þar að auki eru þeir sakaðir um að hafa lagt jarðsprengjur. Einnig er farið út í aðkomu bakhjarla stríðandi fylkinga að mögulegum stríðsglæpum.Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að rannsakendur hafi sent Michelle Bachelet, yfirmanni mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, leynilegan lista yfir aðila sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Jemen. Þar á meðal séu embættismenn frá Sádi-Arabíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum sem hafi fyrirskipað loftárásir á almenna borgara og hafi reynt að svelta borgara.Þá segir að vopnasala Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til Sádi-Arabíu séu vafasamar og ýmis dómsmál hafi verið höfðuð vegna þeirra í þeim ríkjum. Umræddir rannsakendur voru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Skýrsla þeirra byggir á viðtölum við rúmlega 600 manns og ýmsum gögnum. Til stendur að birta skýrsluna seinna í september. Ástandið í Jemen hefur lengi þótt verulega slæmt vegna hungursneyða, faraldra og dauðsfalla almennra borgara.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Jemen Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36
Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51
Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22
Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45
Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24