Innlent

Fyrrverandi forsetaframbjóðandi aðstoðar Lilju á ný

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hrannar Pétursson.
Hrannar Pétursson. Mynd/Aðsend

Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Hrannar var aðstoðarmaður Lilju þegar hún gegndi embætti utanríkisráðherra 2016-2017.

Þá hefur Hrannar einnig starfað í forsætisráðuneytinu. Hann var framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá Vodafone, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík og fréttamaður á Ríkisútvarpinu.

Undanfarin ár hefur Hrannar starfað sjálfstætt, m.a. við rekstrar- og almannatengslaráðgjöf. Árið 2016 bauð Hrannar sig fram til forseta Íslands en dró framboð sitt að endingu til baka.

Fyrir er Hafþór Eide Hafþórsson aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra. Í ágúst var tilkynnt að Jón Pétur Zimsen, sem einnig var aðstoðarmaður Lilju, myndi láta af störfum og snúa aftur til starfa í Réttarholtsskóla, þar sem hann var skólastjóri.


Tengdar fréttir

Jón Pétur aðstoðar Lilju

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Hafþór aðstoðar Lilju

Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hann hefur þegar hafið störf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.