Innlent

Jón Pétur aðstoðar Lilju

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jón Pétur Zimsen.
Jón Pétur Zimsen. Mynd/mennta- og menningarmálaráðuneytið

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Jón Pétur hefur starfað að skólamálum um árabil, nú síðast sem skólastjóri Réttarholtsskóla. Aðalverksvið Jóns Péturs í ráðuneytinu verður á sviði menntamála og stefnumótunar, að því er segir í tilkynningu.

Jón Pétur lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og hef lagt stund á M.Ed-nám í stjórnun menntastofnana við HÍ. Hann hóf að kenna við Réttarholtsskóla árið 1998 og starfaði síðar einnig sem aðstoðaskólastjóri (2007-2015) og skólastjóri (2015-2018).

Jón Pétur hefur tekið virkan þátt í ýmsum félagasamtökum kennara og skólastjórnenda, s.s. með samninganefnd FG og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Hann hefur kennt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, komið að endurskoðun námsskrár í náttúrufræði og auk þess unnið að fjölbreyttum æskulýðs- og íþróttamálum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.