Innlent

Fyrrverandi forsetaframbjóðandi orðinn aðstoðarmaður ráðherra

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hrannar er orðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur.
Hrannar er orðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur.
Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra. Hann hóf störf í dag, 4. maí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

„Hrannar er 42 ára og með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hann starfaði hjá Vodafone frá 2007 til 2014, síðast sem framkvæmdastjóri mannauðs-, markaðs-, lögfræði- og samskiptamála. Hann hefur starfað sjálfstætt frá þeim tíma og sinnti meðal annars tímabundnum verkefnum í forsætisráðuneytinu,“ segir í fréttatilkynningu.

Sjá einnig: Hrannar Pétursson kynnir forsetaframboð

Hrannar bauð sig fram til forseta þann 20. mars síðastliðinn. Hann dró framboð sitt tilbaka fimm vikum síðar á fundi frambjóðenda í Háskólanum í Reykjavík. Þá sagði hann ástæðuna vera óvænt framboð frá Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta.

Áður var Hrannar fréttamaður á Ríkissjónvarpinu og upplýsingafulltrúi hjá Íslenska álfélaginu hf. Hrannar er félagsfræðingur að mennt, fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann er kvæntur Margréti Arnardóttur, vélaverkfræðingi og viðskiptafræðingi. Þau eiga samtals fjögur börn og búa í Reykjavík.


Tengdar fréttir

Hrannar taldi sig ekki eiga möguleika gegn Ólafi Ragnari

Ólafur Ragnar Grímsson nýtur stuðnings rúmlega helmings þjóðarinnar til áframhaldandi setu í embætti samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Andri Snær Magnason mælist með um 30 prósenta fylgi en enn einn frambjóðandi dró framboð sitt til baka í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×