Innlent

Jón hættir að aðstoða Lilju og snýr aftur í Réttó

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jón Pétur Zimsen.
Jón Pétur Zimsen. Fréttablaðið/Sigtryggur ARi

Jón Pétur Zimsen mun láta af störfum sem aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra 15. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Hann mun hefja aftur störf í Réttarholtsskóla, þar sem hann var skólastjóri.

Tilkynnt var um ráðningu Jóns Péturs í ágúst í fyrra. Í tilkynningu menntamálaráðuneytisins nú segir að hann hafi starfað sem „tímabundinn“ aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra og sinnt verkefnum á menntaskrifstofu ráðuneytisins.

Hann kom meðal annars að vinnu við undirbúning löggjafar um eitt leyfisbréf fyrir kennara sem taka mun gildi í ársbyrjun 2020, aðgerðum er miðað að fjölgun kennara, undirbúningi menntastefnu til ársins 2030 og endurskoðun aðalnámsskrár grunnskóla og mati á innleiðingu hennar.

„Jón Pétur Zimsen mun hefja aftur störf í Réttarholtsskóla í Reykjavík en sinnir áfram verkefnum sem tengjast endurskoðun aðalnámsskrár og eflingu starfsumhverfis kennara,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.


Tengdar fréttir

Segist talsmaður barna í ráðuneytinu

Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri Réttarholtsskóla, er nýráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og menntamálaráðherra. Hann vill tryggja lágmarksþekkingu barna eftir tíu ára skólagöngu.

Jón Pétur aðstoðar Lilju

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.