Innlent

Hrannar hættur við forsetaframboð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Ég skora á þann sem nær kjöri að setja þjóðarvilja framar sínum eigin." sagði Hrannar í ræðu sinni.
"Ég skora á þann sem nær kjöri að setja þjóðarvilja framar sínum eigin." sagði Hrannar í ræðu sinni.
Hrannar Pétursson hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Þetta tilkynnti hann á opnum fundi Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík í hádeginu í dag. Hann hættir vegna ákvörðunar forseta Íslands um að sækjast eftir endurkjöri.

„Undanfarnir mánuðir hafa verið annasamir og lærdómsríkir. Sumt hefur verið fyrirsjáanlegt og annað komið á óvart. Vinir og vandamenn hafa lagst á árarnar með mér, hjálpað mér að pakka inn hugmyndum og gefið mér góð ráð. Sú ákvörðun forseta Íslands að gefa kost á sér til endurkjörs var óvænt. Hún breytir eðli kosninganna og í ljósi aðstæðna hef ég ákveðið að draga mitt framboð til baka,“ sagði Hrannar.

„Ég skora á þann sem nær kjöri að setja þjóðarvilja framar sínum eigin,“ bætti hann við.

Nú hafa alls fimm dregið framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um ákvörðun sína. Það eru þeir Guðmundur Franklín, Bæring Ólafsson, Heimir Örn Hólmarsson, og Vigfús Bjarni Albertsson, auk Hrannars Péturssonar. Alls eru ellefu í framboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×