Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2019 12:12 Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu. Mynd/Hvíta húsið. Málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi.Málverkið af Bjarna Benediktssyni.Bjarni Benediktsson, sem var afabróðir núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og alnafna, var helsti forystumaður sjálfstæðismanna um þriggja áratuga skeið, meðal annars borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 1940 til 1947, en síðan utanríkisráðherra og forsætisráðherra, samhliða flokksformennsku. Málverkið, þar sem Bjarni horfir haukfránum augum yfir tvo valdamestu menn heimsins, fékk að vera áfram á sínum stað í Höfða næstu árin eftir leiðtogafundinn allt til ársins 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þá var málverkið tekið niður. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur. Það var gert með viðhöfn en meðal viðstaddra voru Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar, Kjartan Gunnarsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þegar vinstri menn náðu svo næst völdunum var málverkið aftur fjarlægt úr Höfða. Núna bíða margir spenntir að sjá hvort málverkið af Bjarna verði komið upp á ný í dag í fundarherberginu fræga þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Ætlunin er meðal annars að fara með varaforsetann í sérstaka sýningarferð um húsakynnin í Höfða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum þar sem fjallað var um málverkið í tilefni þess að þá stóð til að gera Hollywood-kvikmynd um leiðtogafundinn: Heimsókn Mike Pence Íslandsvinir Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15 Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi.Málverkið af Bjarna Benediktssyni.Bjarni Benediktsson, sem var afabróðir núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og alnafna, var helsti forystumaður sjálfstæðismanna um þriggja áratuga skeið, meðal annars borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 1940 til 1947, en síðan utanríkisráðherra og forsætisráðherra, samhliða flokksformennsku. Málverkið, þar sem Bjarni horfir haukfránum augum yfir tvo valdamestu menn heimsins, fékk að vera áfram á sínum stað í Höfða næstu árin eftir leiðtogafundinn allt til ársins 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þá var málverkið tekið niður. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur. Það var gert með viðhöfn en meðal viðstaddra voru Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar, Kjartan Gunnarsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þegar vinstri menn náðu svo næst völdunum var málverkið aftur fjarlægt úr Höfða. Núna bíða margir spenntir að sjá hvort málverkið af Bjarna verði komið upp á ný í dag í fundarherberginu fræga þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Ætlunin er meðal annars að fara með varaforsetann í sérstaka sýningarferð um húsakynnin í Höfða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum þar sem fjallað var um málverkið í tilefni þess að þá stóð til að gera Hollywood-kvikmynd um leiðtogafundinn:
Heimsókn Mike Pence Íslandsvinir Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15 Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09