Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2014 22:15 Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. Framleiðendur hafa nú óskað eftir að fá Höfða til afnota fyrir kvikmyndatökur í heilan mánuð í vor. Höfði er eitt þeirra húsa í Reykjavík sem erlendir ferðamenn skoða og ljósmynda og nú má búast við að frægð þess eigi enn eftir að aukast, því Hollywood undirbýr kvikmynd um fundinn. Leikarinn heimsfrægi Michael Douglas hefur fallist á að leika Ronald Reagan og Cristoph Waltz að leika Gorbatsjof. Þá hefur komið fram að Baltasar Kormákur hafi verið beðinn um að leikstýra myndinni. Ridley Scott verður framleiðandi myndarinnar ásamt Ken Adelman, höfundi nýútkominnar bókar um fundinn, sem í fyrirlestri í síðasta mánuði skýrði frá samtali við Michael Douglas, þar sem leikarinn lýsti miklum áhuga á að fá að leika Reagan. „Kvikmyndin verður gerð í haust og sýnd á næsta ári,” sagði Ken Adelman. Síðan þessi orð féllu hefur það gerst að framleiðendur myndarinnar komu í Höfða fyrir hálfum mánuði, ásamt Baltasar, og óskuðu eftir að húsið yrði tekið frá í heilan mánuð, í apríl í vor, fyrir bæði úti- og innitökur.Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum. Fundarborðið og stólarnir eru enn á sínum stað, til sýnis fyrir ferðamenn, en málverkið af Bjarna Benediktssyni var fjarlægt í tíð síðasta borgarstjórnarmeirihluta, eins og gerðist í tíð Reykjavíkurlistans.Mynd/Hvíta húsið.Innandyra í Höfða má enn sjá flesta húsmuni sem tengdust atburðinum, þar á meðal stólana og fundarborðið sem leiðtogarnir sátu við. Þó vantar eitt lykilatriði sem er áberandi á helstu opinberu ljósmyndinni af fundinum, málverkið af Bjarna Benedikssyni, sem var borgarstjóri í Reykjavík á árunum 1940 til 1947. Það hefur orðið fórnarlamb furðulegrar togstreitu en það var fjarlægt af veggnum skömmu eftir að Reykjavíkurlistinn undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur náði völdum. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur, meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar lét svo taka það niður á síðasta kjörtímabili og núna hangir önnur mynd á veggnum, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Höfði er friðlýst hús en aðeins að ytra borði. Spyrja má hvort þörf sé á að útvíkka þessa friðun þannig að gestir fái að sjá fundarherbergið eins og það var þegar þeir Reagan og Gorbatsjof sátu þar og það ráðist ekki af pólitískum meirihluta hverju sinni hvort málverkið af Bjarna Benediktssyni sé haft á veggnum. Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00 Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15 Michael Douglas kemur líklega til Íslands Viðræður standa nú yfir við stórleikarann Michael Douglas um að hann taki að sér að leika Ronald Reagan í nýrri kvikmynd sem mun fjalla um leiðtogafund Reagans og Gorbachev í Reykjavík árið 1986. 30. ágúst 2012 09:38 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. Framleiðendur hafa nú óskað eftir að fá Höfða til afnota fyrir kvikmyndatökur í heilan mánuð í vor. Höfði er eitt þeirra húsa í Reykjavík sem erlendir ferðamenn skoða og ljósmynda og nú má búast við að frægð þess eigi enn eftir að aukast, því Hollywood undirbýr kvikmynd um fundinn. Leikarinn heimsfrægi Michael Douglas hefur fallist á að leika Ronald Reagan og Cristoph Waltz að leika Gorbatsjof. Þá hefur komið fram að Baltasar Kormákur hafi verið beðinn um að leikstýra myndinni. Ridley Scott verður framleiðandi myndarinnar ásamt Ken Adelman, höfundi nýútkominnar bókar um fundinn, sem í fyrirlestri í síðasta mánuði skýrði frá samtali við Michael Douglas, þar sem leikarinn lýsti miklum áhuga á að fá að leika Reagan. „Kvikmyndin verður gerð í haust og sýnd á næsta ári,” sagði Ken Adelman. Síðan þessi orð féllu hefur það gerst að framleiðendur myndarinnar komu í Höfða fyrir hálfum mánuði, ásamt Baltasar, og óskuðu eftir að húsið yrði tekið frá í heilan mánuð, í apríl í vor, fyrir bæði úti- og innitökur.Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum. Fundarborðið og stólarnir eru enn á sínum stað, til sýnis fyrir ferðamenn, en málverkið af Bjarna Benediktssyni var fjarlægt í tíð síðasta borgarstjórnarmeirihluta, eins og gerðist í tíð Reykjavíkurlistans.Mynd/Hvíta húsið.Innandyra í Höfða má enn sjá flesta húsmuni sem tengdust atburðinum, þar á meðal stólana og fundarborðið sem leiðtogarnir sátu við. Þó vantar eitt lykilatriði sem er áberandi á helstu opinberu ljósmyndinni af fundinum, málverkið af Bjarna Benedikssyni, sem var borgarstjóri í Reykjavík á árunum 1940 til 1947. Það hefur orðið fórnarlamb furðulegrar togstreitu en það var fjarlægt af veggnum skömmu eftir að Reykjavíkurlistinn undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur náði völdum. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur, meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar lét svo taka það niður á síðasta kjörtímabili og núna hangir önnur mynd á veggnum, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Höfði er friðlýst hús en aðeins að ytra borði. Spyrja má hvort þörf sé á að útvíkka þessa friðun þannig að gestir fái að sjá fundarherbergið eins og það var þegar þeir Reagan og Gorbatsjof sátu þar og það ráðist ekki af pólitískum meirihluta hverju sinni hvort málverkið af Bjarna Benediktssyni sé haft á veggnum.
Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00 Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15 Michael Douglas kemur líklega til Íslands Viðræður standa nú yfir við stórleikarann Michael Douglas um að hann taki að sér að leika Ronald Reagan í nýrri kvikmynd sem mun fjalla um leiðtogafund Reagans og Gorbachev í Reykjavík árið 1986. 30. ágúst 2012 09:38 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18
Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30
Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09
Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15
Michael Douglas kemur líklega til Íslands Viðræður standa nú yfir við stórleikarann Michael Douglas um að hann taki að sér að leika Ronald Reagan í nýrri kvikmynd sem mun fjalla um leiðtogafund Reagans og Gorbachev í Reykjavík árið 1986. 30. ágúst 2012 09:38
Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13
Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21